Rubiales smellti óumbeðnum kossi á varir Jenni Hermoso, leikmanns spænska landsliðsins er liðið fagnaði glæstum sigri á HM í fyrra. Mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma og í kjölfarið komu upp úr kófinu fleiri ásakanir á hendur Rubiales um óviðeigandi hegðun.
Dómstólar á Spáni haft málið á sínu borði og hefur Rubiales nú verið ákærður í tveimur mismunandi liðum. Annar þeirra snýr að kynferðisbroti og hinn að stjórnandi hegðun hans í kjölfar hins óumbeðna koss.
Verði Rubiales sakfelldur í báðum liðum gæti hann verið að horfa fram á 30 mánaða fangelsisdóm auk hárrar sektar, 50 þúsund evrur eða því sem nemur um sjö og hálfri milljón íslenskra króna.
Þá hefur spænski saksóknarinn einnig sakað fyrrverandi landsliðsþjálfara spænska kvennalandsliðsins, Jorge Vilda auk yfirmann knattspyrnumála og markaðsmálafulltrúa spænska knattspyrnusambandsins um að hafa þvingað Hermoso í að greina frá því opinberlega að kossinn óumbeðni hafi í raun átt sér stað með samþykki beggja aðila.

Rubiales hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum afskiptum af fótbolta. Þá hefur hann verið leystur undan störfum sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og verið, úr ýmsum áttum, harðlega gagnrýndur fyrir hegðun sína.