Bætir í ofankomu og viðbúið að færð versni Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 07:31 Él verður á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. vísir/vilhelm Í dag er spáð norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Norðaustan 13 til 20 metrar á sekúndu og víða snjókoma eða él á morgun, en þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt í veðri. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands að það sé nú allmikil hæð yfir Grænlandi en lægðasvæði suður og suðaustur af Íslandi. Þessi staða breytist lítið næstu daga og landið sitji í kaldri norðaustanátt. Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst verði víða um land í dag. Á fjallvegum fyrir norðan og austan geti jafnframt verið erfið akstursskilyrði og jafnvel ófærð utan þjónustutíma. Því sé mikilvægt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað í ferðalag. Að sögn veðurfræðings bætir í ofankomu á morgun og er þá viðbúið að færð versni á norðan- og austanverðu landinu. Á Suðausturlandi megi staðbundið búast við enn hvassari vindi, einkum undir Vatnajökli og þessir vindstrengir geti verið varasamir fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm fyrir vindi. Einnig séu líkur á sandfoki í þurrum norðanvindinum. Á mánudag sé síðan útlit fyrir að dragi bæði úr vindi og ofankomu, en að áfram verði kalt í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag:Norðaustan 13-20 m/s og víða él eða snjókoma, en þurrt að kalla sunnanlands. Frost 0 til 7 stig.Á mánudag:Norðaustan 8-15 og él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Minnkandi norðaustanátt og léttskýjað, en skýjað á Norður- og Austurlandi og lítilsháttar él framan af degi. Frost 1 til 7 stig og kólnar meira um kvöldið.Á miðvikudag og fimmtudag:Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Kalt í veðri, talsvert frost að kvöld- og næturlagi.Á föstudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum éljum sunnan- og austantil. Veður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Sjá meira
Norðaustan 13 til 20 metrar á sekúndu og víða snjókoma eða él á morgun, en þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt í veðri. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands að það sé nú allmikil hæð yfir Grænlandi en lægðasvæði suður og suðaustur af Íslandi. Þessi staða breytist lítið næstu daga og landið sitji í kaldri norðaustanátt. Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst verði víða um land í dag. Á fjallvegum fyrir norðan og austan geti jafnframt verið erfið akstursskilyrði og jafnvel ófærð utan þjónustutíma. Því sé mikilvægt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað í ferðalag. Að sögn veðurfræðings bætir í ofankomu á morgun og er þá viðbúið að færð versni á norðan- og austanverðu landinu. Á Suðausturlandi megi staðbundið búast við enn hvassari vindi, einkum undir Vatnajökli og þessir vindstrengir geti verið varasamir fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm fyrir vindi. Einnig séu líkur á sandfoki í þurrum norðanvindinum. Á mánudag sé síðan útlit fyrir að dragi bæði úr vindi og ofankomu, en að áfram verði kalt í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag:Norðaustan 13-20 m/s og víða él eða snjókoma, en þurrt að kalla sunnanlands. Frost 0 til 7 stig.Á mánudag:Norðaustan 8-15 og él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Minnkandi norðaustanátt og léttskýjað, en skýjað á Norður- og Austurlandi og lítilsháttar él framan af degi. Frost 1 til 7 stig og kólnar meira um kvöldið.Á miðvikudag og fimmtudag:Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Kalt í veðri, talsvert frost að kvöld- og næturlagi.Á föstudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum éljum sunnan- og austantil.
Veður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Sjá meira