Bætir í ofankomu og viðbúið að færð versni Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 07:31 Él verður á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. vísir/vilhelm Í dag er spáð norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Norðaustan 13 til 20 metrar á sekúndu og víða snjókoma eða él á morgun, en þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt í veðri. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands að það sé nú allmikil hæð yfir Grænlandi en lægðasvæði suður og suðaustur af Íslandi. Þessi staða breytist lítið næstu daga og landið sitji í kaldri norðaustanátt. Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst verði víða um land í dag. Á fjallvegum fyrir norðan og austan geti jafnframt verið erfið akstursskilyrði og jafnvel ófærð utan þjónustutíma. Því sé mikilvægt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað í ferðalag. Að sögn veðurfræðings bætir í ofankomu á morgun og er þá viðbúið að færð versni á norðan- og austanverðu landinu. Á Suðausturlandi megi staðbundið búast við enn hvassari vindi, einkum undir Vatnajökli og þessir vindstrengir geti verið varasamir fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm fyrir vindi. Einnig séu líkur á sandfoki í þurrum norðanvindinum. Á mánudag sé síðan útlit fyrir að dragi bæði úr vindi og ofankomu, en að áfram verði kalt í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag:Norðaustan 13-20 m/s og víða él eða snjókoma, en þurrt að kalla sunnanlands. Frost 0 til 7 stig.Á mánudag:Norðaustan 8-15 og él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Minnkandi norðaustanátt og léttskýjað, en skýjað á Norður- og Austurlandi og lítilsháttar él framan af degi. Frost 1 til 7 stig og kólnar meira um kvöldið.Á miðvikudag og fimmtudag:Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Kalt í veðri, talsvert frost að kvöld- og næturlagi.Á föstudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum éljum sunnan- og austantil. Veður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Sjá meira
Norðaustan 13 til 20 metrar á sekúndu og víða snjókoma eða él á morgun, en þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt í veðri. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands að það sé nú allmikil hæð yfir Grænlandi en lægðasvæði suður og suðaustur af Íslandi. Þessi staða breytist lítið næstu daga og landið sitji í kaldri norðaustanátt. Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst verði víða um land í dag. Á fjallvegum fyrir norðan og austan geti jafnframt verið erfið akstursskilyrði og jafnvel ófærð utan þjónustutíma. Því sé mikilvægt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað í ferðalag. Að sögn veðurfræðings bætir í ofankomu á morgun og er þá viðbúið að færð versni á norðan- og austanverðu landinu. Á Suðausturlandi megi staðbundið búast við enn hvassari vindi, einkum undir Vatnajökli og þessir vindstrengir geti verið varasamir fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm fyrir vindi. Einnig séu líkur á sandfoki í þurrum norðanvindinum. Á mánudag sé síðan útlit fyrir að dragi bæði úr vindi og ofankomu, en að áfram verði kalt í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag:Norðaustan 13-20 m/s og víða él eða snjókoma, en þurrt að kalla sunnanlands. Frost 0 til 7 stig.Á mánudag:Norðaustan 8-15 og él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Minnkandi norðaustanátt og léttskýjað, en skýjað á Norður- og Austurlandi og lítilsháttar él framan af degi. Frost 1 til 7 stig og kólnar meira um kvöldið.Á miðvikudag og fimmtudag:Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Kalt í veðri, talsvert frost að kvöld- og næturlagi.Á föstudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum éljum sunnan- og austantil.
Veður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Sjá meira