„Við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 17:20 Jurgen Klopp fagnar fyrr í vetur Vísir/Getty Lið Brighton hefur haft ákveðið tak á Liverpool síðustu misseri en sigur Liverpool í dag var aðeins annar sigur liðsins í síðustu tíu viðureignum liðanna. Þetta var jafnframt 300. sigur Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool. Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira