Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú á þriðja tímanum. Þar segir að staðan á veginum verði aftur tekin í fyrramálið.
Fyrr í dag sagði samskiptastjóri Vegagerðarinnar í samtali við fréttastofu að illfært væri um Siglufjarðarveg, sem væri hin leiðin til höfuðborgarinnar frá Norðausturlandi.
Vegurinn væri þó opinn, en óvanir ökumenn eða þeir sem aka á illa búnum bílum mættu eiga von á því að lenda í vandræðum og ættu að íhuga að bíða af sér veðrið frekar en að halda af stað.