Var búinn að hlaupa af sér hornin ólíkt öðrum undrabörnum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2024 10:32 Víkingur Heiðar er einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður landsins. Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk fremstu píanista heims og hefur á síðustu árum haft mikil áhrif á tónlistarheiminn. Edda Andrésdóttir settist niður með Víkingi á öðrum degi páska og ræddi við hann við flygilinn í Hörpunni. Víkingur var aðeins átján ára þegar hann byrjaði nám við Julliard skóla í New York og síðan þá hefur hann verið áberandi í sinni tónlistarsenu um allan heim. Edda fer yfir ferilinn í einlægu spjalli við Víking en í þættinum kom til að mynda fram að þegar hann byrjaði í listaháskólanum Julliard í New York hafi hann snögglega gert sér grein fyrir því að hann væri ekki á sama stað og samnemendur sínir. Jafnaldrar hans víðs vegar um heiminn hafi flestallir komið út til New York af nokkuð ströngu heimili og í raun aðeins einbeitt sér að tónlistinni alla sína ævi. Víkingur lýsti því að hafa sjálfur fengið nokkuð eðlilegt uppeldi og verið búinn að hlaupa af sér hornin þegar hann mætti út til náms. Aðrir hafi fljótlega keypt sér Playstation tölvu og farið mikið út á lífið. Hann hafi nú þegar fengið útrás fyrir öllu slíku heima í Hlíðunum í Reykjavík. Hann var kominn á þann stað að vera tilbúinn að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. Hættur að lesa dóma Edda spurði Víking hvernig gagnrýni færi í hann. „Ég les ekki dómana sjálfur. Það er svo mikið af þeim og í hverri einustu viku koma nýir fram. Níutíu prósent af þeim eru svakalega jákvæðir. Svo eru kannski fimm prósent mitt á milli og svo eru kannski fimm prósent sem eru alls ekki jákvæðir. Og sumir bara þola mig ekki,“ segir Víkingur og heldur áfram. „Það fyndna við þetta er að þegar ég fæ svona frábæra dóma þá gleður það mig örstutt en síðan er það búið hálftíma síðar, jafnvel mínútu síðar. En ef einhver segir að ég sé algjörlega ömurlegur og ofmetin píanisti, eitthvað sem þeir segja í Danmörku til dæmis. Þar hata þeir mig og tala alltaf um mig sem „Islændingen“. Ef þetta kemur til manns þá einhvern veginn lifir það með manni. Við erum einhvern veginn þannig dýrategund að við þráum það að vera elskuð. Málið er það að ég er sjaldan ánægður sjálfur eftir tónleika, ég er svo mikill gagnrýnandi á sjálfan mig.“ Hann segist þó vera mikill stuðningsmaður gagnrýnenda, skilja mikilvægi þeirra - jafnvel þeirra sem gefi ekki mikið fyrir spilamennsku hans. Klippa: Hættur að lesa dóma um sjálfan sig Tónlist Menning Víkingur Heiðar Tónlistarnám Tengdar fréttir Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. 29. mars 2024 10:05 Víkingur tryllti og stillti Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ 20. febrúar 2024 07:01 Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. 8. febrúar 2024 17:19 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira
Edda Andrésdóttir settist niður með Víkingi á öðrum degi páska og ræddi við hann við flygilinn í Hörpunni. Víkingur var aðeins átján ára þegar hann byrjaði nám við Julliard skóla í New York og síðan þá hefur hann verið áberandi í sinni tónlistarsenu um allan heim. Edda fer yfir ferilinn í einlægu spjalli við Víking en í þættinum kom til að mynda fram að þegar hann byrjaði í listaháskólanum Julliard í New York hafi hann snögglega gert sér grein fyrir því að hann væri ekki á sama stað og samnemendur sínir. Jafnaldrar hans víðs vegar um heiminn hafi flestallir komið út til New York af nokkuð ströngu heimili og í raun aðeins einbeitt sér að tónlistinni alla sína ævi. Víkingur lýsti því að hafa sjálfur fengið nokkuð eðlilegt uppeldi og verið búinn að hlaupa af sér hornin þegar hann mætti út til náms. Aðrir hafi fljótlega keypt sér Playstation tölvu og farið mikið út á lífið. Hann hafi nú þegar fengið útrás fyrir öllu slíku heima í Hlíðunum í Reykjavík. Hann var kominn á þann stað að vera tilbúinn að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. Hættur að lesa dóma Edda spurði Víking hvernig gagnrýni færi í hann. „Ég les ekki dómana sjálfur. Það er svo mikið af þeim og í hverri einustu viku koma nýir fram. Níutíu prósent af þeim eru svakalega jákvæðir. Svo eru kannski fimm prósent mitt á milli og svo eru kannski fimm prósent sem eru alls ekki jákvæðir. Og sumir bara þola mig ekki,“ segir Víkingur og heldur áfram. „Það fyndna við þetta er að þegar ég fæ svona frábæra dóma þá gleður það mig örstutt en síðan er það búið hálftíma síðar, jafnvel mínútu síðar. En ef einhver segir að ég sé algjörlega ömurlegur og ofmetin píanisti, eitthvað sem þeir segja í Danmörku til dæmis. Þar hata þeir mig og tala alltaf um mig sem „Islændingen“. Ef þetta kemur til manns þá einhvern veginn lifir það með manni. Við erum einhvern veginn þannig dýrategund að við þráum það að vera elskuð. Málið er það að ég er sjaldan ánægður sjálfur eftir tónleika, ég er svo mikill gagnrýnandi á sjálfan mig.“ Hann segist þó vera mikill stuðningsmaður gagnrýnenda, skilja mikilvægi þeirra - jafnvel þeirra sem gefi ekki mikið fyrir spilamennsku hans. Klippa: Hættur að lesa dóma um sjálfan sig
Tónlist Menning Víkingur Heiðar Tónlistarnám Tengdar fréttir Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. 29. mars 2024 10:05 Víkingur tryllti og stillti Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ 20. febrúar 2024 07:01 Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. 8. febrúar 2024 17:19 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira
Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. 29. mars 2024 10:05
Víkingur tryllti og stillti Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ 20. febrúar 2024 07:01
Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. 8. febrúar 2024 17:19