Kjartan minntist Bjarka Gylfasonar: „Erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. apríl 2024 22:31 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. Vísir/Hulda Margrét Álftanes vann níu stiga sigur gegn Hetti 63-54. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn en fór einnig yfir áfallið sem liðið varð fyrir þegar Bjarki Gylfason féll frá á dögunum en hann var hluti af liðinu. „Þetta var skrítinn leikur. Það er það sem stendur upp úr. Ég var ánægður með að við náðum að rúlla á liðinu og vorum allan tímann í bílstjórasætinu og menn voru að fá tækifæri,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í viðtali eftir leik. Það var ansi lítið skorað í fyrri hálfleik. Álftanes var einu stigi yfir og Kjartan var ánægður með orkustigið í liðinu. „Ég var ánægður með orkustigið en ég var óánægður með að við vorum með níu tapaða bolta í hálfleik og 22 töpuðu skot þannig að það var 31 sókn sem fór í súginn. Orkustigið var fínt og menn voru að leggja sig fram í vörninni.“ Bjarki Gylfason féll frá á dögunum einungis 35 ára að aldri og það var falleg stund fyrir leik þegar það var mínútu klapp í minningu hans. Bjarki var hluti af Álftanes liðinu og fór með liðinu í æfingaferð til Króatíu. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum.“ „Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur.“ „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Douglas Wilson hefur ekki verið með Álftnesingum í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en Kjartan sagði að það væru jákvæðar fréttir af heilsu hans. „Hann er að koma vel út og er að vinna í þeim eymslum sem eru að hrjá hann og lítur vel út,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Körfubolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
„Þetta var skrítinn leikur. Það er það sem stendur upp úr. Ég var ánægður með að við náðum að rúlla á liðinu og vorum allan tímann í bílstjórasætinu og menn voru að fá tækifæri,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í viðtali eftir leik. Það var ansi lítið skorað í fyrri hálfleik. Álftanes var einu stigi yfir og Kjartan var ánægður með orkustigið í liðinu. „Ég var ánægður með orkustigið en ég var óánægður með að við vorum með níu tapaða bolta í hálfleik og 22 töpuðu skot þannig að það var 31 sókn sem fór í súginn. Orkustigið var fínt og menn voru að leggja sig fram í vörninni.“ Bjarki Gylfason féll frá á dögunum einungis 35 ára að aldri og það var falleg stund fyrir leik þegar það var mínútu klapp í minningu hans. Bjarki var hluti af Álftanes liðinu og fór með liðinu í æfingaferð til Króatíu. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum.“ „Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur.“ „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Douglas Wilson hefur ekki verið með Álftnesingum í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en Kjartan sagði að það væru jákvæðar fréttir af heilsu hans. „Hann er að koma vel út og er að vinna í þeim eymslum sem eru að hrjá hann og lítur vel út,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfubolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira