Vonskuveður um allt land og vegir víða ófærir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 10:27 Það hefur þurft að aðstoða fasta bíla víðs vegar um landið. Björgunarsveitin Jökull Vonskuveður með mikilli snjókomu gengur yfir Austfirði og Norðurland en víða hefur snjóað og verið mjög hvasst um vestanvert landið. Vegir eru lokaðir um allt land og sums staðar væntir ekki fregna fyrr en á morgun. Það hefur þurft að aðstoða fólk í föstum bílum á Snæfellsnesi og á Möðrudalsöræfum og varar Veðurstofan við aukinni hættu á snjóflóðum af mannavöldum. Ekki þykir þó tilefni til að loka vegum þess vegna. Fólk er hvatt til að fylgjast með gangi mála á síðu Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar ef það hyggst fara í ferðalög. Gripið var til rýmingaaðgerða á Seyðisfirði og Neskaupstað sökum snjóflóðahættu í gærkvöldi. Íbúum þriggja húsa á Ránargötu á Seyðisfirði var gert að rýma heimili sín en í Neskaupstað er fyrst og fremst um iðnaðarhúsnæði að ræða. Fundi Veðurstofu, Vegagerðar og almannavarna lauk fyrir skemmstu. Þar kom fram að búist sé við áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns en þó minni úrkomu en spáð var. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða. Svanur Þorvaldsson forstöðumaður Vegagerðarinnar segir stöðuna vera ágæta á Snæfellsnesinu en vegir eru ófærir víða um land. Norðanmegin á Snæfellsnesi er skafrenningur og unnið er á vegum byggða á milli. Sunnanmegin er aðallega mikið rok og hálka en Vatnaleiðin er fær að sögn Svans. Fróðárheiði verður ekki opnuð í dag. Víða lokað fyrir vestan og norðan Vegurinn við Þröskuld er alls ófær og hafa bíll og blásari verið ræstir út til að vinna þar. Upplýsinga um Þröskuld er þó ekki að vænta fyrr en upp úr hádegi. Mögulega verður umferð beint um Vatnsdalsheiði að Þröskuldi lokuðum en ekkert liggur fyrir eins og er. Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar en verið er að meta stöðuna á Steingrímsfjarðarheiði, segir Svanur. Fyrir norðan er vegurinn við Þverárfjall lokaður og helst lokaður fram eftir degi. Ljósavatnsskarð er á óvissustigi og getur lokast með stuttum fyrirvara. Öxnadalsheiði er einnig lokuð en metið verður upp úr tíu hvort umferð verði beint um Tröllaskaga líkt og gert var um páskana. Á Siglufjarðarvegi er unnið að mokstri en hann er þungfær og á óvissustigi. Ófært fyrir austan Við Hófaskarð og Sandvíkurheiði er ágætisskyggni, að sögn Svans, og verið er því að moka þar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi þau eru lokuð og verða fram á mánudag og einnig Vopnafjarðarheiðina. Á Möðrudalsöræfum þurfti að aðstoða minnst tvo bíla sem festust í óveðrinu. Fagradal var lokað snemma í morgun og segir Svanur að ekki sé útlit fyrir að opnað verði þar í dag miðað við veðurspána. Vatnsskarð eystra er ófært og Fjarðarheiði líka og vinna þar mun bíða til mánudags. Einnig er lokað á Skeiðarársandi og Öræfasveit en staðan verður metin aftur rétt undir hádegi. Þjónusta almennt minni á sunnudögum „Það fer allt eftir því hvort mælarnir sýni það hvort hægt sé að opna eitthvað fyrr,“ segir Svanur í samtali við fréttastofu. „Það er sunnudagur. Það er misfarið varðandi þjónustu almennt á vegum. Það sem er verið að berjast við að gera er að halda þessum helstu leiðum opnum. Staðan er bara þannig að það er verið að vinna með aðstæður,“ segir Svanur. Töluverð hætta snjóflóðum Það er töluverð hætta á snjóflóðum af mannavöldum en hins vegar ekki sem gefur tilefni til þess að loka vegum. Við erum ekki að loka vegum vegna snjóflóðahættu. „Við hvetjum vegfarendur og aðra sem þurfa að fara um svæðið þar sem snjóflóð geta fallið að sýna ýtrustu aðgæslu vegna þess að það eru veik lög í snjóþekjunni frá því áður. Þannig að þessi éljagangur sem spáð er í dag og hann gæti komið af stað snjóflóðum og þau þá orðið stærri en þetta veður akkúrat núna gefur tilefni til,“ segir Tómas Jóhannesson sérfræðingur í ofanflóðahættumati hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „En annars er úrkoman rétt að byrja á Norðurlandinu þannig það hefur ekki skapast alvarleg snjóflóðahætta þar enn sem komið er.“ Veður Snjómokstur Færð á vegum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Sjá meira
Það hefur þurft að aðstoða fólk í föstum bílum á Snæfellsnesi og á Möðrudalsöræfum og varar Veðurstofan við aukinni hættu á snjóflóðum af mannavöldum. Ekki þykir þó tilefni til að loka vegum þess vegna. Fólk er hvatt til að fylgjast með gangi mála á síðu Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar ef það hyggst fara í ferðalög. Gripið var til rýmingaaðgerða á Seyðisfirði og Neskaupstað sökum snjóflóðahættu í gærkvöldi. Íbúum þriggja húsa á Ránargötu á Seyðisfirði var gert að rýma heimili sín en í Neskaupstað er fyrst og fremst um iðnaðarhúsnæði að ræða. Fundi Veðurstofu, Vegagerðar og almannavarna lauk fyrir skemmstu. Þar kom fram að búist sé við áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns en þó minni úrkomu en spáð var. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða. Svanur Þorvaldsson forstöðumaður Vegagerðarinnar segir stöðuna vera ágæta á Snæfellsnesinu en vegir eru ófærir víða um land. Norðanmegin á Snæfellsnesi er skafrenningur og unnið er á vegum byggða á milli. Sunnanmegin er aðallega mikið rok og hálka en Vatnaleiðin er fær að sögn Svans. Fróðárheiði verður ekki opnuð í dag. Víða lokað fyrir vestan og norðan Vegurinn við Þröskuld er alls ófær og hafa bíll og blásari verið ræstir út til að vinna þar. Upplýsinga um Þröskuld er þó ekki að vænta fyrr en upp úr hádegi. Mögulega verður umferð beint um Vatnsdalsheiði að Þröskuldi lokuðum en ekkert liggur fyrir eins og er. Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar en verið er að meta stöðuna á Steingrímsfjarðarheiði, segir Svanur. Fyrir norðan er vegurinn við Þverárfjall lokaður og helst lokaður fram eftir degi. Ljósavatnsskarð er á óvissustigi og getur lokast með stuttum fyrirvara. Öxnadalsheiði er einnig lokuð en metið verður upp úr tíu hvort umferð verði beint um Tröllaskaga líkt og gert var um páskana. Á Siglufjarðarvegi er unnið að mokstri en hann er þungfær og á óvissustigi. Ófært fyrir austan Við Hófaskarð og Sandvíkurheiði er ágætisskyggni, að sögn Svans, og verið er því að moka þar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi þau eru lokuð og verða fram á mánudag og einnig Vopnafjarðarheiðina. Á Möðrudalsöræfum þurfti að aðstoða minnst tvo bíla sem festust í óveðrinu. Fagradal var lokað snemma í morgun og segir Svanur að ekki sé útlit fyrir að opnað verði þar í dag miðað við veðurspána. Vatnsskarð eystra er ófært og Fjarðarheiði líka og vinna þar mun bíða til mánudags. Einnig er lokað á Skeiðarársandi og Öræfasveit en staðan verður metin aftur rétt undir hádegi. Þjónusta almennt minni á sunnudögum „Það fer allt eftir því hvort mælarnir sýni það hvort hægt sé að opna eitthvað fyrr,“ segir Svanur í samtali við fréttastofu. „Það er sunnudagur. Það er misfarið varðandi þjónustu almennt á vegum. Það sem er verið að berjast við að gera er að halda þessum helstu leiðum opnum. Staðan er bara þannig að það er verið að vinna með aðstæður,“ segir Svanur. Töluverð hætta snjóflóðum Það er töluverð hætta á snjóflóðum af mannavöldum en hins vegar ekki sem gefur tilefni til þess að loka vegum. Við erum ekki að loka vegum vegna snjóflóðahættu. „Við hvetjum vegfarendur og aðra sem þurfa að fara um svæðið þar sem snjóflóð geta fallið að sýna ýtrustu aðgæslu vegna þess að það eru veik lög í snjóþekjunni frá því áður. Þannig að þessi éljagangur sem spáð er í dag og hann gæti komið af stað snjóflóðum og þau þá orðið stærri en þetta veður akkúrat núna gefur tilefni til,“ segir Tómas Jóhannesson sérfræðingur í ofanflóðahættumati hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „En annars er úrkoman rétt að byrja á Norðurlandinu þannig það hefur ekki skapast alvarleg snjóflóðahætta þar enn sem komið er.“
Veður Snjómokstur Færð á vegum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Sjá meira