„Hefðum getað skorað svona sjö mörk” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:59 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn. „Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti