Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2024 23:00 Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair Group. Arnar Halldórsson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00