Bað Caitlin Clark afsökunar á karlrembunni í sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 08:00 Caitlin Clark sendi hjarta til fjölskyldu sinnar eftir einn leikinn hjá Iowa skólanum. Getty/David K Purdy Blaðamaður í nýrri heimaborg körfuboltastjörnunnar Caitlin Clark hefur beðist afsökunar á hátterni sínu og segir hegðun sína á fyrsta blaðamannafundi körfuboltakonunnar hafa verið heimskulega. Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024 WNBA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024
WNBA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu