Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 19:10 Forseti fulltrúaþingsins Mike Johnsson ávarpar fjölmiðla í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04