Ákvörðun áfrýjunardómstólsins áfall og stórt skref aftur á bak Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2024 06:56 Ashley Judd er heimsþekkt kvikmyndaleikkona og aðgerðasinni. Stöð 2/Sigurjón Leikkonan Ashley Judd, sem var meðal þeirra fyrstu sem stigu fram og greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, segir það áfall að dóminum yfir honum hafi verið snúið. Judd segir að þetta sé erfið stund fyrir þolendur, sem upplifi oft að meðferð mála þeirra í kerfinu sé jafnvel verri en upphafleg brot. Um sé að ræða svik af hálfu kerfisins í garð þolenda. Vísir greindi frá því í gær að dómi sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og annað kynferðisofbeldi árið 2000 hefði verið snúið, þar sem vitnisburður annarra þolenda Weinstein um meint brot sem komu umræddu máli ekki við hefðu haft áhrif á niðurstöðuna. Weinstein situr enn í fangelsi þar sem hann hlaut annan dóm fyrir nauðgun árið 2022. Þolendur, aðgerðasinnar og lögmenn segja niðurstöðu áfrýjunardómstólsins mikið bakslag. Judd sagði á blaðamannafundi í kjölfar ákvörðunarinnar að áfram yrði barist fyrir því að ná fram réttlæti fyrir þolendur Weinstein. Douglas Wigdor, sem var lögmaður átta kvenna sem ásökuðu Weinstein um kynferðisbrot, furðar sig á dómnum og segir dómstóla oft taka til greina vitnisburð um önnur brot jafnvel viðkomandi hafi ekki verið ákærður fyrir þau. Þetta muni aðeins leiða til þess að þolendur þurfa að bera vitni á ný. Lindsey Goldbrum, sem var lögmaður sex annarra kvenna, bendir á að þær sem báru vitni gegn Weinstein hafi ekki haft neinn beinan hag af því. Um sé að ræða stórt stökk aftur á bak sem muni koma niður á öðrum málum gegn kynferðisbrotamönnum. Dómarinn Madeline Singas, sem skilaði séráliti, sagði niðurstöðu meirihlutans grafa undan þeim framförum innan réttarkerfisins em þolendur hefðu barist fyrir. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Judd segir að þetta sé erfið stund fyrir þolendur, sem upplifi oft að meðferð mála þeirra í kerfinu sé jafnvel verri en upphafleg brot. Um sé að ræða svik af hálfu kerfisins í garð þolenda. Vísir greindi frá því í gær að dómi sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og annað kynferðisofbeldi árið 2000 hefði verið snúið, þar sem vitnisburður annarra þolenda Weinstein um meint brot sem komu umræddu máli ekki við hefðu haft áhrif á niðurstöðuna. Weinstein situr enn í fangelsi þar sem hann hlaut annan dóm fyrir nauðgun árið 2022. Þolendur, aðgerðasinnar og lögmenn segja niðurstöðu áfrýjunardómstólsins mikið bakslag. Judd sagði á blaðamannafundi í kjölfar ákvörðunarinnar að áfram yrði barist fyrir því að ná fram réttlæti fyrir þolendur Weinstein. Douglas Wigdor, sem var lögmaður átta kvenna sem ásökuðu Weinstein um kynferðisbrot, furðar sig á dómnum og segir dómstóla oft taka til greina vitnisburð um önnur brot jafnvel viðkomandi hafi ekki verið ákærður fyrir þau. Þetta muni aðeins leiða til þess að þolendur þurfa að bera vitni á ný. Lindsey Goldbrum, sem var lögmaður sex annarra kvenna, bendir á að þær sem báru vitni gegn Weinstein hafi ekki haft neinn beinan hag af því. Um sé að ræða stórt stökk aftur á bak sem muni koma niður á öðrum málum gegn kynferðisbrotamönnum. Dómarinn Madeline Singas, sem skilaði séráliti, sagði niðurstöðu meirihlutans grafa undan þeim framförum innan réttarkerfisins em þolendur hefðu barist fyrir.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira