Hvetja fólk til að sækja um vegabréfsáritun núna: „Gæti orðið hörmung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 08:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, er brattur fyrir HM en áhyggjurnar virðast miklar á meðal skipulagsaðila í bandarískum borgum sem halda mótið. Getty 777 dagar eru þangað til HM karla í fótbolta hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir að svo langur tími sé til stefnu hafa áhyggjur gert vart við sig í bandaríska stjórnkerfinu í kringum skipulag mótsins. Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér. HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér.
HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram