Efnahagsstefnan sé að ýta fólki í verðtryggð lán Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:25 Ásgeir Brynjar Torfason er ritstjóri Vísbendingar. Sprengisandur Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og sérfræðingur um efnahagsmál telur óhætt að lækka stýrivexti „Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun. Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun.
Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira