Frestun verkfalla kemur til greina Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 11:12 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segist fara bjartsýnn á fund ríkissáttasemjara sem hefst klukkan 12. Vísir/Ívar Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“ Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02