Í síðustu viku var farið yfir sporaþjálfun, slökun og tannheilsu hunda. Þá hefur áður verið farið yfir áskoranir þegar hvolpur kemur inn á heimilið, þjálfun veiðihunda og góð ráð gefin við að klippa klær.
„Það sem við sáum hérna áðan þegar hann tók á móti okkur að þetta er tvennskonar gelt. Fyrst var þetta bara reflex við það að það var bankað, hann fer í pínu vörn að verja heimilið. Svo þegar við komum hérna inn þá byrjar hann að gelta og elta myndatökumanninn og það var til að fá athygli. Þá er hann glaður og kátur,“ segir Steinar Gunnarsson annar þáttastjórnanda við einn hundaeiganda.