Eurovisionvefsíðan Eurovisionworld hefur um árabil haldið utan um stuðla allra helstu veðbanka á Eurovision. Meðal þess sem tekið er saman á vefnum er hvaða framlög veðbankar telja líkleg til þess að komast upp úr undanriðlunum.
Þegar Vísir tók síðast stöðuna á líkunum stóðu þær í nítján prósent fyrir Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, framlag okkar Íslendinga. Þá var lagið talið hafa minnstan möguleika allra laga fyrra undankvöldsins en þó meiri möguleika en Tékkland á að komast upp úr seinna undankvöldinu.
Nú þegar aðeins örfáar klukkustundir eru þangað til að Hera Björk stígur á svið hefur heldur syrt í álinn. Nú telja veðbankar aðeins tíu prósent á að hún komist áfram. Næstminnstar líkur eru taldar á að Moldóva komist áfram, nítján prósent.