„Ég get nú ekki sagt annað en ég komst við þegar ég fékk þessar gjafir. Yndislega falleg mynd en þetta litla listaverk sem búið er til úr sprengjubroti úr eldflaug segir svo mikla sögu. Allur óttinn og sorgin, ásamt hugrekkinu og þrautseigjunni samankomið í minnsta listaverki sem ég hef nokkurn tíma eignast,“ segir Hera Björk um gjafirnar.

Hera Björk steig á svið fyrir Íslands hönd í Malmö í gærkvöldi og flutti lagið Scared of Heights. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi.