Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2024 08:00 Arnar Pétursson er búinn að koma kvennalandsliðinu í handbolta á tvö stórmót síðan hann tók við því sumarið 2019. vísir/hulda margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira