Kristján Guðmundsson: Aldrei brot og mjög slök frammistaða hjá dómurum leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2024 23:11 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Auðvitað er mjög erfitt að kyngja þessu en það verður bara að gera það“, sagði Kristján Guðmundsson eftir 3-4 tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Úrslitin réðust á röngum vítadómi í framlengingu. „Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
„Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira