Ætla að bjóða vaxtalaus lán í aðdraganda mánaðamóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 21:48 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Framkvæmdastjóri sparisjóðs sem býður upp á ný, vaxtalaus lán í lok mánaðar segir það hagsmuni lánveitenda að viðskiptavinir þeirra séu fjárhagslega heilbrigðir. Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“ Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira