Dallas menn voru með sópinn á lofti gátu tryggt sér sæti í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Nú þurfa þeir að fara aftur til Minnesota fyrir leik fimm á fimmtudaginn.
Minnesota vann leikinn 105-100 og munaði þar miklu um mun betri leik hjá Karl-Anthony Towns en í fyrri leikjum einvígisins.
Ant and KAT lead the way on the road to force a Game 5 back in Minnesota! 🐺🐺
— NBA (@NBA) May 29, 2024
Edwards: 29 PTS, 10 REB, 9 AST
Towns: 25 PTS (9-13 FGM), 5 REB, 4 3PM
Game 5 tips Thursday at 8:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/1Akarqib5l
Towns skoraði 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Hann hitti aðeins úr tuttugu prósent skota sinna í fyrstu þremur leikjunum en nýtti 9 af 13 skotum sínum í nótt þar af 4 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna.
„Ég hugsaði bara um að mæta agressífur til leiks. Þetta var ekki tími til að efast um sjálfan sig. Leikur fjögur, 3-0 undir. Burtu með allar efasemdir,“ sagði Towns.
Anthony Edwards var líka mjög góður og aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 29 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.
Luka Doncic var vissulega með þrennu, 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar en hvorki hann né Kyrie Irving hittu vel. Saman settu þeir aðeins 13 af 39 skotum sínum í körfuna.
Irving klúðraði líka fullkomnu sigurhlutfalli sínu við þessar aðstæður. Hann hafði fyrir leikinn unnið alla fjórtán leikina þar sem hann gat tryggt sér sigur í einvígi. Nú er hann 14-1.
„Þessi leikur skrifast á mig. Ég kom ekki með nógu mikla orku. Þeir náðu að vinna einn leik. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að þeim næsta,“ sagði Doncic sem hitti aðeins úr 7 af 21 skoti í leiknum en náði sinni sjöttu þrennu í þessari úrslitakeppni.
"He played exceptionally well... he came through big time, he's the reason we won tonight"
— NBA (@NBA) May 29, 2024
Ant with high praise for KAT, who dropped 25 and hit big shots in the 4th 🙌 pic.twitter.com/WFekojw7FB