Karl- og kvennalið Vals í körfubolta, handbolta og fótbolta hafa nefnilega unnið hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum frá árinu 2017.
Á þessum átta árum hefur félagið eignast átján Íslandsmeistara í þessum þremur stærstu boltagreinum landsins.
Skiptingin er líka svo til jöfn hjá kynjunum. Karlaliðin hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla og kvennaliðin hafa unnið tíu Íslandsmeistaratitla.
Skiptingin er líka tiltölulega jöfn á milli þessara þriggja íþróttagreina. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitil körfuboltaliðanna en fyrr í vetur höfðu handboltastelpurnar í Val unnið sjötta Íslandsmeistaratitil handboltans frá 2017.
Fótboltastelpurnar eru líka ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa unnið fjóra af sjö Íslandsmeistaratitlum knattspyrnuliðanna á síðustu átta árum.
Inni í þessu er líka árið 2020 þegar engir Íslandsmeistaratitlar fóru á loft í bæði handbolta og körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg Valslið voru líkleg til afreka það vorið.

- Íslandsmeistaratitlar Valsliðanna frá 2017
- 2017
- Íslandsmeistarar í karlahandbolta
- Íslandsmeistarar í karlafótbolta
- 2018
- Íslandsmeistarar í karlafótbolta
- 2019
- Íslandsmeistarar í kvennakörfubolta
- Íslandsmeistarar í kvennahandbolta
- Íslandsmeistarar í kvennafótbolta
- 2020
- Íslandsmeistarar í karlafótbolta
- 2021
- Íslandsmeistarar í kvennakörfubolta
- Íslandsmeistarar í karlahandbolta
- Íslandsmeistarar í kvennafótbolta
- 2022
- Íslandsmeistarar í karlakörfubolta
- Íslandsmeistarar í karlahandbolta
- Íslandsmeistarar í kvennafótbolta
- 2023
- Íslandsmeistarar í kvennakörfubolta
- Íslandsmeistarar í kvennahandbolta
- Íslandsmeistarar í kvennafótbolta
- 2024
- Íslandsmeistarar í karlakörfubolta
- Íslandsmeistarar í kvennahandbolta