Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 10:59 Verðandi forsetaherra Björn Skúlason er fyrir miðju myndarinnar í rosalegu kosningapartýi Höllu Tómasdóttur. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. Makar forseta Íslands hafa hingað til einungis verið konur, og þær löngum verið kallaðar forsetafrúr. Því liggur ekki fyrir hvað skyldi kalla Björn þegar Halla tekur við embætti. Vísir gerði óvísindalega könnun og spurði lesendur hvað þeir vilja kalla Björn þegar hann sest að á Bessastöðum. Flestum líst vel á „forsetaherra“, eða 31 prósentum svarenda. Fast á hæla herrans kemur „eiginmaður forseta“ en þrjátíu prósent völdu það. Tólf prósent völdu „forsetabóndi“ og ellefu prósent „forsetamaki“. Níu prósent vilja að titillinn sé sá sami og þegar kona er maki forseta og vilja að Björn verði hreinlega „forsetafrú“. Einungis sex prósentum svarenda leist á „forsetamaður“ og enn færri völdu „forsetakarl“, eða eitt prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Þess má geta að eftir að Vísir setti sína könnun í loftið tóku Rúv og Mbl upp á því sama, en þó voru svarmöguleikar ekki alveg þeir sömu. Þegar þessi frétt er skrifuð eru niðurstöður þeirra kannana í sömu átt. Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Íslensk tunga Halla Tómasdóttir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Makar forseta Íslands hafa hingað til einungis verið konur, og þær löngum verið kallaðar forsetafrúr. Því liggur ekki fyrir hvað skyldi kalla Björn þegar Halla tekur við embætti. Vísir gerði óvísindalega könnun og spurði lesendur hvað þeir vilja kalla Björn þegar hann sest að á Bessastöðum. Flestum líst vel á „forsetaherra“, eða 31 prósentum svarenda. Fast á hæla herrans kemur „eiginmaður forseta“ en þrjátíu prósent völdu það. Tólf prósent völdu „forsetabóndi“ og ellefu prósent „forsetamaki“. Níu prósent vilja að titillinn sé sá sami og þegar kona er maki forseta og vilja að Björn verði hreinlega „forsetafrú“. Einungis sex prósentum svarenda leist á „forsetamaður“ og enn færri völdu „forsetakarl“, eða eitt prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Þess má geta að eftir að Vísir setti sína könnun í loftið tóku Rúv og Mbl upp á því sama, en þó voru svarmöguleikar ekki alveg þeir sömu. Þegar þessi frétt er skrifuð eru niðurstöður þeirra kannana í sömu átt. Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Íslensk tunga Halla Tómasdóttir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira