Parið greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram og tilkynntu að þau ættu von á stúlku.
„Stóri bróðir,“ skrifaði Margrét við myndina þar sem má sjá Bjarna litla umkringdan bleiku konfettí-skrauti sem gefur til kynna að um stúlku sé að ræða.
Margrét og Ísak trúlofuðu sig 16. desember 2022 og er óhætt að segja að lífið leiki við þau.
Margrét er elsta dóttir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur innanhússráðgjafa.