„Fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur“ Aron Guðmundsson skrifar 12. júní 2024 10:01 Þessir spræku kylfingar eru reglulegir gestir á Húsatóftavelli og voru á miðjum hring þegar að fréttastofu bar að garði. Talið upp frá vinstri eru þetta þau Edvard Júlíusson einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson og Sveinn Ísaksson Vísir/Arnar Halldórsson Hópur kylfinga var mættur að leika sinn daglega hring á Húsatóftavelli í nágreni Grindavíkur í gær en völlurinn var opnaður á nýjan leik á sunnudaginn síðastliðinn eftir óvissu sökum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Meðal þeirra var einn af stofnendum Golfklúbbs Grindavíkur sem segir því fylgja þvílík sæla að geta snúið aftur á völlinn. Þau Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson, Edvard Júlíusson og Sveinn Ísaksson nutu þess að spila í blíðskaparveðri á Húsatóftavelli í dag þegar að okkur bar að garði og voru himinlifandi með að geta leikið aftur golf á sínum velli því gengið hefur á ýmsu undanfarna mánuði. Klippa: „Sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér“ „Það er góð tilfinning sem fylgir því að snúa hingað aftur á Húsatóftavöll og leika golf á nýjan leik. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Gísli Jónsson. Völlurinn er í toppstandi.“ Margrét tók undir orð Gísla en þau eru Grindvíkingar og hafa verið annað slagið í bænum. „Þetta hefur allt saman verið í lausu lofti. En þetta fer að lagast.“ Með þeim í för á Húsatóftavelli þennan dag var Edvard Júlíusson sem er hvorki meira né minna en einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann líkt og aðrir er ótrúlega ánægður með að geta spilað aftur golf á vellinum. „Það er ekki hægt að segja neitt annað. Það fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur. Taka upp sömu gripin og maður hefur haft árum saman.“ Þú hefur engu gleymt? „Nei engu gleymt,“ svaraði Edvard. „ Engu gleymt. Blessaður vertu við erum enn að ná fuglum og pari. Allt það sem þarf að vinna í þessu. Kylfingar sem leika golf á Húsatóftavelli þurfa að fara eftir ákveðnum reglum sem gilda á svæðinu sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Fjórmenningarnar upplifa sig fullkomlega örugga á svæðinu. „Þetta eru sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér. Það er engin hætta á því að maður fari ofan í þær,“ svaraði Gísli og Edvard endurómaði hans orð: „Við þekkjum þetta alveg.“ Golf Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þau Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson, Edvard Júlíusson og Sveinn Ísaksson nutu þess að spila í blíðskaparveðri á Húsatóftavelli í dag þegar að okkur bar að garði og voru himinlifandi með að geta leikið aftur golf á sínum velli því gengið hefur á ýmsu undanfarna mánuði. Klippa: „Sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér“ „Það er góð tilfinning sem fylgir því að snúa hingað aftur á Húsatóftavöll og leika golf á nýjan leik. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Gísli Jónsson. Völlurinn er í toppstandi.“ Margrét tók undir orð Gísla en þau eru Grindvíkingar og hafa verið annað slagið í bænum. „Þetta hefur allt saman verið í lausu lofti. En þetta fer að lagast.“ Með þeim í för á Húsatóftavelli þennan dag var Edvard Júlíusson sem er hvorki meira né minna en einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann líkt og aðrir er ótrúlega ánægður með að geta spilað aftur golf á vellinum. „Það er ekki hægt að segja neitt annað. Það fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur. Taka upp sömu gripin og maður hefur haft árum saman.“ Þú hefur engu gleymt? „Nei engu gleymt,“ svaraði Edvard. „ Engu gleymt. Blessaður vertu við erum enn að ná fuglum og pari. Allt það sem þarf að vinna í þessu. Kylfingar sem leika golf á Húsatóftavelli þurfa að fara eftir ákveðnum reglum sem gilda á svæðinu sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Fjórmenningarnar upplifa sig fullkomlega örugga á svæðinu. „Þetta eru sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér. Það er engin hætta á því að maður fari ofan í þær,“ svaraði Gísli og Edvard endurómaði hans orð: „Við þekkjum þetta alveg.“
Golf Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira