Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 23:06 Sjö helstu iðnríki heims, eða G7 ríkin, eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskalands. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira