Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. júní 2024 08:47 Byltingarvörðurinn hefur alla tíð haft mikil tengsl við trúarlegu öflin í Íran, allt frá byltingunni 1979. Getty Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Stjórnaandstaðan í landinu hefur lengi þrýst á um þessar aðgerðir og einnig stórir hópar íranskra innflytjenda í Kanada. Ráðherra almannaöryggis, Dominic LeBlanc segir að með nýju skilgreiningunni verði til öflugt vopn til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en íranski byltingarvörðurinn hefur lengi verið sakaður um að koma að skipulagningu hryðjuverka og leynilegra hernaðaraðgerða í öðrum löndum. Þá létust 55 kanadískir ríkisborgarar og aðrir 30 sem höfðu þar landvistarleyfi, þegar farþegaþota var skotin niður skömmu eftir flugtak frá Teheran árið 2020 með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Byltingarvörðurinn viðurkenndi að hafa skotið vélina niður, en fyrir mistök. Ákvörðun Kanada þýðir að þúsundir íranskra embættismanna munu ekki fá að ferðast til Kanada lengur, sökum tengsla við hersveitirnar. Talið er að um 190 þúsund manns séu í íranska byltingarverðinum en sveitirnar hafa gríðarleg ítök í Íran og stjórnmálum landsins. Þá eru Quds sveitirnar, sem starfa erlendis, sagðar aðstoða vinaþjóðir Írans á margvíslegan hátt í átökum heimafyrir. Kanadamenn höfðu áður skilgreint Quds sveitirnar sem hryðjuverkasamtök en nú nær skilgreiningin til íranska byltingarvarðarins í heild sinni. Íran Kanada Tengdar fréttir Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47 Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Stjórnaandstaðan í landinu hefur lengi þrýst á um þessar aðgerðir og einnig stórir hópar íranskra innflytjenda í Kanada. Ráðherra almannaöryggis, Dominic LeBlanc segir að með nýju skilgreiningunni verði til öflugt vopn til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en íranski byltingarvörðurinn hefur lengi verið sakaður um að koma að skipulagningu hryðjuverka og leynilegra hernaðaraðgerða í öðrum löndum. Þá létust 55 kanadískir ríkisborgarar og aðrir 30 sem höfðu þar landvistarleyfi, þegar farþegaþota var skotin niður skömmu eftir flugtak frá Teheran árið 2020 með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Byltingarvörðurinn viðurkenndi að hafa skotið vélina niður, en fyrir mistök. Ákvörðun Kanada þýðir að þúsundir íranskra embættismanna munu ekki fá að ferðast til Kanada lengur, sökum tengsla við hersveitirnar. Talið er að um 190 þúsund manns séu í íranska byltingarverðinum en sveitirnar hafa gríðarleg ítök í Íran og stjórnmálum landsins. Þá eru Quds sveitirnar, sem starfa erlendis, sagðar aðstoða vinaþjóðir Írans á margvíslegan hátt í átökum heimafyrir. Kanadamenn höfðu áður skilgreint Quds sveitirnar sem hryðjuverkasamtök en nú nær skilgreiningin til íranska byltingarvarðarins í heild sinni.
Íran Kanada Tengdar fréttir Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47 Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47
Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47