Skoski hópdansinn endaði óvænt sem algjör hápunktur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. júní 2024 12:30 Anna Jia og Michael Wilkes héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku. Aðsend „Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi,“ segja nýgiftu hjónin Anna Jia og Michael Wilkes, sem héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku. Anna Jia starfar sem sjálfbærniráðgjafi og fyrirsæta og Michael er lögfræðingur og eru þau búsett í London. Þau kynntust í Beijing, hafa verið par í mörg ár og eiga saman dótturina Lily Björk. Brúðkaupið fór fram í skoskri sveitasælu en þetta var í annað sinn sem hjúin gengu saman í það heilaga. Féllu í lukkupottinn með skoskan kastala Aðspurð af hverju þessi staðsetning varð fyrir valinu segir Anna: „Hann Michael minn (maðurinn minn) er búinn að fara á hverju sumri með fjölskyldunni sinni í sumarhúsið þeirra við Loch Lomond síðustu þrjá áratugi svo þegar við kynntumst slóst ég í för og féll fyrir skosku kyrrðinni um leið. Það er staðsett á leiðinni í skoskt hálendi og minnir mann mikið á Ísland, nema bara með litlum steinkotum og meira af gróðri og trjám sem heillaði mig mikið. Hugmyndin kom í rauninni frá honum, en hann hafði langað að gifta sig þarna síðan hann var lítill strákur. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem hann er miklu meiri rómantíkus en ég. Við fundum kastala uppi á fjallshlíð þar rétt hjá, Boturich kastala, sem var nýbyrjaður að taka að sér brúðkaup og féllum heldur betur í lukkupottinn því þetta er einn fallegasti veislustaður sem ég hef komið á og því enginn vafi um að við hefðum fundið rétta brúðkaupsáfangastaðinn.“ Hjónin giftu sig í glæsilegum skoskum kastala.Aðsend Héldu pínulítið sex manna brúðkaup 2020 Sem áður segir byrjaði brúðkaupsskipulagið fyrir fimm árum eða árið 2019. „Við ætluðum að halda það sumarið 2020 en þurftum síðan að fresta því um ár vegna Covid, síðan aftur um ár, og síðan aftur því við fengum óvænt fallegustu gjöfina og eignuðumst dóttir okkar, hana Lily Björk. Þó að við hefðum ekki fengið að halda brúðkaupsveisluna okkar 2020 vildum við samt gifta okkur og ætluðum fyrst að fara til sýslumannsins okkar hér í London þar sem við erum búsett. En út af Covid hefðum við þurft að bíða í fjóra mánuði eftir því ofan á það að vera í útgöngubanni á daginn, svo við ákváðum að fljúga heim til Íslands þar sem reglurnar voru slakari og hafa pínulítið sex manna pappírsbrúðkaup úti í garði í hálfgerðu kyrrþey með fjölskylduna hans Michaels á FaceTime. Það var samt ótrúlega fallegt og einlægt og mér þykir mjög vænt um að hafa náð því þá.“ Athöfnin og dagurinn í Boturich var fullkominn að sögn Önnu.Aðsend Matur ástartungumál hjá kínverskum foreldrum Anna segir að brúðkaupsdagurinn í Boturich fjórum árum síðar hafi svo farið fram úr öllum væntingum. „Hann var svo fallegur. Það var búið að vera hálf glatað veður fyrr í vikunni en sólin ákvað að koma fram úr skýjunum um morguninn svo ég skellti mér í ískaldan og frískandi sundsprett í Loch-inu í morgunsólinni sem setti tóninn. Við Michael héldum svo í sitthvora áttina að gera okkur til og ég átti skemmtilegan morgun með vinkonum mínum að gera okkur til saman. Tíminn alveg flaug áfram og áður en ég vissi var pabbi mættur með Mc Donalds poka tilbúinn að fylgja mér að altarinu, en ástartungumálið hjá kínverskum foreldrum og sérstaklega pabba er að passa að maður sé aldrei svangur, hvað þá á brúðkaupsdaginn. Lily Björk og Helena guðdóttir mín, gengu síðan á undan blómakörfurnar og við pabbi héldum út og mættum skoskum sekkjapípuspilara sem fylgdi okkur frá kastalanum að altarinu sem var búið að koma fyrir úti, eins og af skoskri hefð.“ Skoski sekkjapípuspilarinn fylgdi Önnu og föður hennar að altarinu.Aðsend Athöfnin eins fullkomin og hægt var að óska sér Anna segir að þar sem þau voru nú þegar búin að gifta sig á blaði með presti hafi þau ákveðið að hafa athöfnina persónulega. „Benni, mágur minn, gaf okkur saman og Vala vinkona söng gullfallega í gegnum athöfnina sem var eins fullkomin og hægt var að óska sér. Vinkona okkar frá Samoa fór út í það hvernig við kynntumst í Beijing, fjarsambandið sem fylgdi og lífið síðustu ár, og lögin Book of love, Nine million bicycles og The Best spiluð. Síðan tók við confetti og mikill fögnuður. Mér finnst eitt það besta við það að halda áfangastaðar brúðkaup að allir eru búnir að leggja á sig ferðalag til að koma til þess að fagna með manni og eru þá einhvernvegin alveg extra til að hafa gaman og njóta. Við ákváðum að fagna því að vera í Skotlandi og fengum keltíska hljómsveit til þess að vera með svokallaðan ceilidh hóp dans sem var ótrúlega gaman. Þetta fékk alla til þess að dansa saman, sérstaklega fólk sem hefði annars örugglega aldrei krækt höndum og dansað hring eftir hring, sem var alveg æðislegt. Síðan var það klassíska. Skera kökuna, reyndar með litlu skosku kastala sverði, sem Michael rétti þriggja ára Lily Björk og úr varð smá hasar,“ segir Anna hlæjandi og bætir við: „Og auðvitað að kasta blómvendinum. Fyrsti dansinn sem við tókum var við lagið Beyond með Leon Bridges. Við höfum hvorugt verið miklir dansarar en það var ótrúlega gaman bara að sleppa og skella sér í það. Íslenska fjölskyldna min ákvað síðan að taka eitt íslenskt lag og þar vorum við öll syngjandi Ég er kominn heim í sólsetrinu sem var rosalega falleg stund. Þegar leið á kvöldið hélt fjörið síðan áfram með DJ-inum, fólk fékk að smakka kínverskt hrísgrjónavín og íslensk ópal skot við misjafnar viðtökur. Mikið dansað og kærkomið miðnætur möns sem var loaded nachos.“ Fjölskyldan Anna Jia, Lily Björk og Michael.Aðsend Let it go hápunktur kvöldsins hjá dótturinni Aðspurð hvað standi upp úr frá kvöldinu segir Anna: „Skoski hópdansinn endaði óvænt sem algjör hápunktur. Það var ekkert smá gaman að fá krækja höndum að dansa við alla gestina okkar og allir skemmtu sér svo vel sem tóku þátt. Ræðurnar voru sömuleiðis yndislegar. Ekki of langar, ekki of margar, hjartnæmar og fyndnar. Þurfti mögulega að laga aðeins förðunina mina eftir þær.. Lily Björk fékk síðan kveðju lag áður en hún fór heim að hátta og Let it go var sett á fullt og allt dásamlega fólkið okkar söng og dansaði með henni áður en hún fór. Hún brosti eins og sólin og talar enn um að það hafi verið skemmtilegasti hlutinn af brúðkaupinu hennar.“ Það eina sem kom hjónunum á óvart á stóra deginum var veðrið. „Við vorum búin að vera svo stressuð því það hafði verið skýjað og rigning dagana áður en við fengum síðan bara fallegasta daginn. Í miðri athöfn var glampandi sól, svo fór aðeins að úða, við heyrðum í einni þrumu og bjuggumst við því að þurfa að hlaupa inn, en góða veðrið hélst og var alveg dásamlegt. Mikið af bresku og erlendu vinum okkar höfðu ekki farið í svona „casual“ athöfn áður og fannst það alveg frábært.“ Mæðgurnar Lily Björk og Anna Jia glæsilegar í skoskri sveitasælu.Aðsend Brúðarkjóllinn týndist í geymslu í heilt ár Anna keypti brúðarkjólinn í London og segir leitina hafa gengið vel, enda mikið úrval í stórborginni. „Það var mjög gaman að máta mismunandi stíla og sjá hvað maður fílaði. Ég ákvað að vera ekki í alveg hvítum kjól sem ég er mjög ánægð með. Hann er frá Enzoani og var „off white“ með hvítri grófri blúndu og slörið í stíl. Nýgift og stórglæsileg! Anna Jia klæddist brúðarkjól frá Enzoani.Aðsend Ég var reyndar alveg smá stressuð um það hvort hann passaði enn á mig og væri enn alveg í tísku því hann hékk inni í skáp í góð fjögur ár (og týndist í geymslu í eitt ár) áður en ég fékk loksins að klæðast honum. Brúðarskórnir voru frá Chanel.Aðsend Ég var alveg ótrúlega ánægð með hann og mér leið mjög vel í honum á deginum. Ég ákvað síðan að skipta í svokallaðan evening dress eða teitis-kjól frá norskum hönnuði sem heitir Murlong cres sem var þægilegra að dansa í um kvöldið og það var gaman að vera með smá kjólaskipti.“ Anna skipti yfir í partýkjól frá norska hönnuðinum Murlong cres.Aðsend Aðspurð að lokum hvernig tilfinningin sé að deginum sé nú lokið segir Anna: „Eina sem kemur upp í hugan er bara þakklæti. Við erum svo þakklát fyrir hvort annað, litlu stelpuna okkar, fjölskylduna og vini. Dagurinn var alveg fullkomin því þau voru öll þarna til þess að fagna með okkur. Og líka fyrir að hafa fengið að halda loksins drauma brúðkaupið okkar. Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi.“ Anna Jia og Lily Björk í veðurblíðunni á brúðkaupsdaginn.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Anna Jia starfar sem sjálfbærniráðgjafi og fyrirsæta og Michael er lögfræðingur og eru þau búsett í London. Þau kynntust í Beijing, hafa verið par í mörg ár og eiga saman dótturina Lily Björk. Brúðkaupið fór fram í skoskri sveitasælu en þetta var í annað sinn sem hjúin gengu saman í það heilaga. Féllu í lukkupottinn með skoskan kastala Aðspurð af hverju þessi staðsetning varð fyrir valinu segir Anna: „Hann Michael minn (maðurinn minn) er búinn að fara á hverju sumri með fjölskyldunni sinni í sumarhúsið þeirra við Loch Lomond síðustu þrjá áratugi svo þegar við kynntumst slóst ég í för og féll fyrir skosku kyrrðinni um leið. Það er staðsett á leiðinni í skoskt hálendi og minnir mann mikið á Ísland, nema bara með litlum steinkotum og meira af gróðri og trjám sem heillaði mig mikið. Hugmyndin kom í rauninni frá honum, en hann hafði langað að gifta sig þarna síðan hann var lítill strákur. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem hann er miklu meiri rómantíkus en ég. Við fundum kastala uppi á fjallshlíð þar rétt hjá, Boturich kastala, sem var nýbyrjaður að taka að sér brúðkaup og féllum heldur betur í lukkupottinn því þetta er einn fallegasti veislustaður sem ég hef komið á og því enginn vafi um að við hefðum fundið rétta brúðkaupsáfangastaðinn.“ Hjónin giftu sig í glæsilegum skoskum kastala.Aðsend Héldu pínulítið sex manna brúðkaup 2020 Sem áður segir byrjaði brúðkaupsskipulagið fyrir fimm árum eða árið 2019. „Við ætluðum að halda það sumarið 2020 en þurftum síðan að fresta því um ár vegna Covid, síðan aftur um ár, og síðan aftur því við fengum óvænt fallegustu gjöfina og eignuðumst dóttir okkar, hana Lily Björk. Þó að við hefðum ekki fengið að halda brúðkaupsveisluna okkar 2020 vildum við samt gifta okkur og ætluðum fyrst að fara til sýslumannsins okkar hér í London þar sem við erum búsett. En út af Covid hefðum við þurft að bíða í fjóra mánuði eftir því ofan á það að vera í útgöngubanni á daginn, svo við ákváðum að fljúga heim til Íslands þar sem reglurnar voru slakari og hafa pínulítið sex manna pappírsbrúðkaup úti í garði í hálfgerðu kyrrþey með fjölskylduna hans Michaels á FaceTime. Það var samt ótrúlega fallegt og einlægt og mér þykir mjög vænt um að hafa náð því þá.“ Athöfnin og dagurinn í Boturich var fullkominn að sögn Önnu.Aðsend Matur ástartungumál hjá kínverskum foreldrum Anna segir að brúðkaupsdagurinn í Boturich fjórum árum síðar hafi svo farið fram úr öllum væntingum. „Hann var svo fallegur. Það var búið að vera hálf glatað veður fyrr í vikunni en sólin ákvað að koma fram úr skýjunum um morguninn svo ég skellti mér í ískaldan og frískandi sundsprett í Loch-inu í morgunsólinni sem setti tóninn. Við Michael héldum svo í sitthvora áttina að gera okkur til og ég átti skemmtilegan morgun með vinkonum mínum að gera okkur til saman. Tíminn alveg flaug áfram og áður en ég vissi var pabbi mættur með Mc Donalds poka tilbúinn að fylgja mér að altarinu, en ástartungumálið hjá kínverskum foreldrum og sérstaklega pabba er að passa að maður sé aldrei svangur, hvað þá á brúðkaupsdaginn. Lily Björk og Helena guðdóttir mín, gengu síðan á undan blómakörfurnar og við pabbi héldum út og mættum skoskum sekkjapípuspilara sem fylgdi okkur frá kastalanum að altarinu sem var búið að koma fyrir úti, eins og af skoskri hefð.“ Skoski sekkjapípuspilarinn fylgdi Önnu og föður hennar að altarinu.Aðsend Athöfnin eins fullkomin og hægt var að óska sér Anna segir að þar sem þau voru nú þegar búin að gifta sig á blaði með presti hafi þau ákveðið að hafa athöfnina persónulega. „Benni, mágur minn, gaf okkur saman og Vala vinkona söng gullfallega í gegnum athöfnina sem var eins fullkomin og hægt var að óska sér. Vinkona okkar frá Samoa fór út í það hvernig við kynntumst í Beijing, fjarsambandið sem fylgdi og lífið síðustu ár, og lögin Book of love, Nine million bicycles og The Best spiluð. Síðan tók við confetti og mikill fögnuður. Mér finnst eitt það besta við það að halda áfangastaðar brúðkaup að allir eru búnir að leggja á sig ferðalag til að koma til þess að fagna með manni og eru þá einhvernvegin alveg extra til að hafa gaman og njóta. Við ákváðum að fagna því að vera í Skotlandi og fengum keltíska hljómsveit til þess að vera með svokallaðan ceilidh hóp dans sem var ótrúlega gaman. Þetta fékk alla til þess að dansa saman, sérstaklega fólk sem hefði annars örugglega aldrei krækt höndum og dansað hring eftir hring, sem var alveg æðislegt. Síðan var það klassíska. Skera kökuna, reyndar með litlu skosku kastala sverði, sem Michael rétti þriggja ára Lily Björk og úr varð smá hasar,“ segir Anna hlæjandi og bætir við: „Og auðvitað að kasta blómvendinum. Fyrsti dansinn sem við tókum var við lagið Beyond með Leon Bridges. Við höfum hvorugt verið miklir dansarar en það var ótrúlega gaman bara að sleppa og skella sér í það. Íslenska fjölskyldna min ákvað síðan að taka eitt íslenskt lag og þar vorum við öll syngjandi Ég er kominn heim í sólsetrinu sem var rosalega falleg stund. Þegar leið á kvöldið hélt fjörið síðan áfram með DJ-inum, fólk fékk að smakka kínverskt hrísgrjónavín og íslensk ópal skot við misjafnar viðtökur. Mikið dansað og kærkomið miðnætur möns sem var loaded nachos.“ Fjölskyldan Anna Jia, Lily Björk og Michael.Aðsend Let it go hápunktur kvöldsins hjá dótturinni Aðspurð hvað standi upp úr frá kvöldinu segir Anna: „Skoski hópdansinn endaði óvænt sem algjör hápunktur. Það var ekkert smá gaman að fá krækja höndum að dansa við alla gestina okkar og allir skemmtu sér svo vel sem tóku þátt. Ræðurnar voru sömuleiðis yndislegar. Ekki of langar, ekki of margar, hjartnæmar og fyndnar. Þurfti mögulega að laga aðeins förðunina mina eftir þær.. Lily Björk fékk síðan kveðju lag áður en hún fór heim að hátta og Let it go var sett á fullt og allt dásamlega fólkið okkar söng og dansaði með henni áður en hún fór. Hún brosti eins og sólin og talar enn um að það hafi verið skemmtilegasti hlutinn af brúðkaupinu hennar.“ Það eina sem kom hjónunum á óvart á stóra deginum var veðrið. „Við vorum búin að vera svo stressuð því það hafði verið skýjað og rigning dagana áður en við fengum síðan bara fallegasta daginn. Í miðri athöfn var glampandi sól, svo fór aðeins að úða, við heyrðum í einni þrumu og bjuggumst við því að þurfa að hlaupa inn, en góða veðrið hélst og var alveg dásamlegt. Mikið af bresku og erlendu vinum okkar höfðu ekki farið í svona „casual“ athöfn áður og fannst það alveg frábært.“ Mæðgurnar Lily Björk og Anna Jia glæsilegar í skoskri sveitasælu.Aðsend Brúðarkjóllinn týndist í geymslu í heilt ár Anna keypti brúðarkjólinn í London og segir leitina hafa gengið vel, enda mikið úrval í stórborginni. „Það var mjög gaman að máta mismunandi stíla og sjá hvað maður fílaði. Ég ákvað að vera ekki í alveg hvítum kjól sem ég er mjög ánægð með. Hann er frá Enzoani og var „off white“ með hvítri grófri blúndu og slörið í stíl. Nýgift og stórglæsileg! Anna Jia klæddist brúðarkjól frá Enzoani.Aðsend Ég var reyndar alveg smá stressuð um það hvort hann passaði enn á mig og væri enn alveg í tísku því hann hékk inni í skáp í góð fjögur ár (og týndist í geymslu í eitt ár) áður en ég fékk loksins að klæðast honum. Brúðarskórnir voru frá Chanel.Aðsend Ég var alveg ótrúlega ánægð með hann og mér leið mjög vel í honum á deginum. Ég ákvað síðan að skipta í svokallaðan evening dress eða teitis-kjól frá norskum hönnuði sem heitir Murlong cres sem var þægilegra að dansa í um kvöldið og það var gaman að vera með smá kjólaskipti.“ Anna skipti yfir í partýkjól frá norska hönnuðinum Murlong cres.Aðsend Aðspurð að lokum hvernig tilfinningin sé að deginum sé nú lokið segir Anna: „Eina sem kemur upp í hugan er bara þakklæti. Við erum svo þakklát fyrir hvort annað, litlu stelpuna okkar, fjölskylduna og vini. Dagurinn var alveg fullkomin því þau voru öll þarna til þess að fagna með okkur. Og líka fyrir að hafa fengið að halda loksins drauma brúðkaupið okkar. Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi.“ Anna Jia og Lily Björk í veðurblíðunni á brúðkaupsdaginn.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira