Tékkar eru með eitt stig og eitt mark í mínus. Lokaleikurinn er hins vegar á móti Tyrklandi og sigur í þeim leik ætti að tryggja Tékkum sæti í sextán liða úrslitum. Það verður þó krefjandi verkefni enda fá lið með meiri stuðning á þessu móti en einmitt Tyrkland.
Vonin lifir því en leikurinn á móti Georgíu í gær var afar svekkjandi fyrir tékkneska liðið sem klúðruðu hverju dauðafærinu á fætur öðrum.
Undir lokin fengu Georgíumenn dauðafæri í skyndisókn en Saba Lobzhanidze skaut yfir með síðasta skoti leiksins. Í stað þess að vera hetja þjóðar sinnar svaf hann örugglega ekki mikið i nótt.
Eftir leikinn þá fóru allir leikmenn tékkneska liðsins niður á hnén fyrir framan stuðningsmennina. Þeir sátu þar um stund.
Vonbrigðin leyndu sér ekki en samheldin var augljóslega til staðar. Þeir áttu þessa stund með stuðningsfólki nuþar sem allir reyndu að sleikja sárin og byrja orkusöfnun fyrir algjöran úrslitaleik eftir nokkra daga.
Það verður vissulega fróðlegt að sjá þá í lokaleiknum á móti Tyrklandi á miðvikudagskvöldið.
Portúgalar hafa unnið báða leiki sína og eru búnir að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum. Annað og jafnvel þriðja sætið gætu einnig gefið farseðil í útsláttarkeppnina.