BBC greinir frá andlátinu, en viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um árásina um hádegisleytið á sunnudag. Perry var úrskurðaður látinn eftir að honum var komið á land með sæþotu.
Perry lék sjóræningja í fjórðu kvikmynd framhaldsmyndabálknum vinsæla Pirates of the Caribbean. Þá hafði hann einnig leikið í sjónvarpsþáttunum Lost, Hawaii Five-0, og annari kvikmyndinni um engla Charlies, Full Throttle.
Hann var þó fyrst og fremst brimbrettakappi og hafði unnið sem slíkur í rúman áratug. Þá starfaði hann einnig sem gæsluvörður á strönd á Hawaii.
Kurt LagerYfirmaður sjóöryggisstofnunnar í Honolulu, höfuðborgar Hawaii-ríkis, sagði á blaðamannafundi að öllum í nærumhverfinu hefði þótt vænt um Perry.
Rick Blangiardi, borgarstjóri Honolulu tók í sama streng á blaðamannafundinum.„Tamayo var goðsagnakenndur á sínu sviði og mikils virtur.“