Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2024 13:34 Oddur Ástráðsson er lögmaður hópsins en hann segir aðgerðir lögreglu, þann 31. maí, gegn mótmælendum úr öllu hófi miðað við tilefnið. vísir/vilhelm Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42