
Eftir fremur jafna byrjun í fyrsta setti tókst Agli að herða tökin og fór svo að hann tók það sett með sex vinningum gegn tveimur vinningum Raj.
Egill byrjaði annað settið betur og kom sér í góða forystu en reynslan sem býr í Raj skein svo í gegn og tókst honum að jafna stöðuna í settinu 5-5 og svo komast yfir í stöðuna 6-5.
Egill var hins vegar ekki af baki dottinn og tókst að jafna á nýjan leik og knýja fram bráðabana um sigur í settinu. Þar náði Egill að tryggja sér sigur í settinu og þar með Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Raj.