Heimildin greinir frá. Aðeins einn greindist af hermannaveiki sem orsakast af bakteríunni legionella pneumophila sem finnst í vatni. Að því er fram kemur í svörum heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Heimildarinnar var gripið til aðgerða sem felst meðal annars í því að dæla 70 gráðu heitu vatni um kerfið.
Aðeins einn hafi veikst en fullfrískir eigi ekki von á því að veikjast.
Árið 2019 veiktist sjötugur karlmaður með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveiki. Sá var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna.
Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdóma.