Margir höfðu kallað eftir því að fá að vita hvað í ósköpunum hafi verið svona fyndið. Myndband af hláturskasti Kristjönu var birt á X-aðgangi Rúv:
Grín á bak við tjöldin slysast stundum með inn í beina📺🤣 pic.twitter.com/JMX8CfpZbW
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2024
Í knattspyrnuhlaðvarpi Hjörvars Dr. Football í dag hóf hann þáttinn á því að greina frá því hvað hafi atvikast inni í myndveri áður en bein útsending hófst.
„Þetta var ótrúlegt, ég hef ekki lent oft í svona,“ sagði Hjörvar og leysti frá skjóðunni:
„Málið er það að á Ríkisútvarpinu starfar algjör snillingur, Salih Heimir Porca. Á meðan leikjum stendur er hann mikið að kenna manni að bera fram Balkan-nöfn, júgóslavnesk-nöfn. Margt sem hann er ekki ánægður með þar. Hann hafði verið með svona þriggja mínútna ræðu um það hvernig eigi að bera fram Benjamin Šeško. Maður var búinn að heyra þetta alveg non-stop.
Nema svo kemur Höddi Magg og labbar þarna fram. Þá segir Salih: „ Hey, Hoddí!“ og ég segi „Hey, Sali. Það er ekki „Hoddí“, það er „Höddi“. Ekki mikið fyndnara en þetta. En þetta hélt bara áfram. Porca fannst þetta að sjálfsögðu fyndið líka. En hún náði sér að lokum og stóð sig frábærlega eins og hún gerir alltaf.“
Hlusta má á brotið þar sem Hjörvar ræðir atvikið í þætti Dr. Football hér að neða. Umræðan hefst á mínútu 1:20: