Segja að Southgate gæti skipt um leikkerfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 10:31 Gareth Southgate ræðir hér við leikmenn sína fyrir framlenginguna á móti Slóvakíu. Getty/Eddie Keogh Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira