Keppni hófst að nýju eftir mánaðarlangt sumarfrí í sænsku deildinni í dag.
Eggert var á varamannabekknum hjá Elfsborg fram á 86. mínútu en aðeins mínútu síðar hafði hann skorað þriðja mark Elfsborg í leiknum, eftir að hafa sótt einn gegn þremur varnarmönnum og komist alveg að markverðinum.
Det blir 3-0 av bara farten för Elfsborg! Eggert Aron Gudmundsson med målet 🟡
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) July 6, 2024
📲 Se all kommande sport på vår nya streaming-hemmaplan Max, där du ser allt från Allsvenskan. pic.twitter.com/WSOQIN98AI
Þetta var aðeins þriðji deildarleikur Eggerts með Elfsborg eftir að hann kom til félagsins frá Stjörnunni. Hann glímdi við meiðsli í vetur og í upphafi tímabils, og hefur samtals aðeins spilað 15 mínútur í deildinni en nú skorað eitt mark.
⚽️ 87' | MÅÅÅL! Eggert Gudmundsson gör sitt första allsvenska mål! #IFE | 3-0 | #BP pic.twitter.com/NX5js8RnAq
— IF Elfsborg (@IFElfsborg1904) July 6, 2024
Andri Fannar Baldursson var á varamannabekk Elfsborg allan leikinn í dag.
Elfsborg komst með sigrinum upp í 7. sæti og er með 19 stig eftir 14 leiki, en Brommapojkarna sitja eftir með 15 stig í 11. sæti af 16 liðum.