Hinn 43 ára gamli Zwayer hefur dæmt í efstu deild Þýskalands síðan 2009. Hann fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína á einu stærsta sviði heims en fjölmiðlar ytra hafa nú þegar hafði umfjöllun um Zwayer og fortíð hans.
Í frétt AP kemur fram að Zwayer hafi á sínum tíma verið dæmdur í bann vegna tengingar við veðmálasvindl í Þýskalandi. Um er að ræða atvik frá 2004 þar sem dagblaðið Die Zeit sagði hann hafa fengið 300 evrur, um 45 þúsund íslenskar krónur, fyrir leik en ekki látið vita af atvikinu um leið.
UEFA have appointed Felix Zwayer, who was previously convicted of match-fixing and banned for six months in 2005 after taking a €300 bribe from another official, as the referee for England vs. the Netherlands on Wednesday.
— ESPN FC (@ESPNFC) July 8, 2024
Jude Bellingham was fined €40,000 for publicly… pic.twitter.com/6We1RVTkVo
Það var hins vegar tekið fram að ekkert í dómgæslu hans hafi bent til þess að hann væri að reyna hafa áhrif á leikinn á einn eða annan hátt.
Er þetta annar leikurinn í röð sem Zwayer dæmir hjá Hollandi en hann flautaði einnig 3-0 sigur liðsins gegn Rúmeníu í 16-liða úrslitum.
Þá er minnst á atvik frá 2021 þar sem Bellingham lét gamminn geisa eftir 3-2 sigur Bayern München á Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni. Jude lék þá með Dortmund og lét Zwayer gjörsamlega heyra það. Minntist hann meðal annars á umrætt veðmálasvindl frá 2004.
Zwayer hefur ekki dæmt leik hjá Dortmund síðan en mun nú dæma leik hjá Bellingham. Hvort Bellingham verði ánægður eða pirraður í leikslok kemur í ljós annað kvöld, þriðjudag.
Slóveninn Slavko Vincic dæmir leik Spánar og Frakklands í kvöld.