Þar segir að bíllinn hafi verið á suðurleið og hafi oltið út af veginum. Áhöfn slökkvistöðvarinnar í Tunguhálsi í Árbæ hafi verið fljót á staðinn og slökkt í bílnum.
Ökumaðurinn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til skoðunar.
Bíll valt við Rauðavatn í gær. Eftir að ökumanni var bjargað úr bílnum kviknaði í honum. Fjallað er um málið í dagbók lögreglu og færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.