Lítið hefur sést til Alberts og Guðlaugar saman upp á síðkastið en hún hefur að mestu verið á Íslandi í sumar með börnin þeirra tvö á meðan Albert hefur sinnt knattspyrnuferlinum á Ítalíu.
Albert fagnaði 27 ára afmæli sínu á landinu um miðjan júní með foreldrum og vinum á flöskuborði á Edition hótelinu. Guðlaug varð 27 ára nokkrum dögum áður og fagnaði afmæli sínu með vinkonum sínum á veitingastaðnum Eriksson Brasserie.