Hrikalega spennandi grillkeppni á Kótilettunni Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 16:04 Sigurvegarar í Grillkeppninni, þeirri svölustu á landinu, voru þau Marín Hergis Valdimarsdóttir í flokki áhugamanna og David Clausen Pétursson í flokki fagmanna. Þau eru þarna með sjálfum BBQ-kóngnum Alfreð Fannari Björnssyni sem var formaður dómnefndarinnar. mummi lú Einar Bárðarson, tíðindamaður Vísis, fylgdist grannt með helstu grillkeppni landsins sem fram fór á Kótilettunni, nema hvar, um helgina. Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú
Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40