Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 16:37 Skjáskot úr myndbandinu þar sem ökumaður bílsins tekur glæfralega fram úr hjólreiðamönnum. Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband. Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“ Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“
Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira