„Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Jakob Bjarnar skrifar 17. júlí 2024 13:42 Maggi Kjartans spyr sig hvort hann sé kominn með einhver dauðagráma yfir sig fyrst allir eru teknir til við að henda á hann öllu sem þeir eiga í tæka tíð? Vísir/Hulda Margrét Ákveðið hefur verið að Magnús Kjartansson tónlistarmaður fái settan upp sérstakan hjartastein sem staðsettur verður við Bæjarbíó í Hafnarfirði. Magnús segir að sér þyki vænt um þennan heiður en það verður Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem afhjúpar steinninn sérstaklega 20. júlí klukkan 18:30. Löngum hafa Hafnfirðingar bitist á um Magga við Keflvíkinga hvar hann er borðinn og barnfæddur; hvort hann teljist Keflvíkingur eða Hafnfirðingur? En hann bjó í Hafnarfirði í 33 ár áður en hann flutti í Grímsnesið fyrir um tíu árum ásamt konu sinni, en þar hefur hann látið til sín taka við tónlistarkennslu og hestamennsku; þar unnir hann hag sínum vel. Og Keflavík er ekki lengur til. „Pabbi fæddist í Aðalvík og talaði alltaf um sig sem slíkan. En hann bjó í Keflavík alla ævi. Það er algengt að menn kenni sig við staðinn sem þeir fæðast á,“ segir Magnús spurður hvort hann sé Hafnfirðingur eða Keflvíkingur. Hann segir þetta reyndar rannsóknarefni, þetta fyrirbæri með hvaðan menn eru? „Ég er fæddur og uppalinn“ „Sko, þegar ég fór í prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði þá áttu allir áttu að halda ræðu og kynna sig. Og hver einasti nema ég hóf sína tölu á því að segja: … og ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Af því að ég var ekki tekinn upp með rabbabaranum þar gat ég ekki annað sagt en: Ég heiti Magnús Kjartansson og er fæddur og uppalinn. Þetta gerði lukku og ég var kosinn.“ Magnúsi þykir þetta merkileg stúdía og hversu alvarlega því er tekið hvaðan menn eru og hvenær er það sem menn verða eign einhvers staðar eða ekki. „En þarna bjó ég í 33 ár og það telur, sú þolraun. Ég var meira í Hafnarfirði en Jón Rafn. Hann fór oft á Bíldudal að syngja þar með hljómsveitinni Facon.“ Þó blómaskeið tónlistarmannsins Magnúsar sé langt og mikið má segja að hann hafi fyrst sprungið út í Hafnarfirði. Þar kom hann upp börnum sínum og fékkst við upptökur, útsetningar, hljóðfæraleik og upptökur á mörgum af þekktustu lögum 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar. Má þar nefna listamenn á borð við Brimkló, HLH flokkinn, Halla og Ladda, Brunaliðið, Vilhjálm Vilhjálmsson, Geirmund Valtýsson, auk fjölda annarra verkefna sem unnin voru í Hljóðrita í Hafnarfirði að mestu. Einnig samdi hann á þeim tíma sem hann bjó í Firðinum mörg af sínum þekktustu lögum sem enn lifa. Maggi sá fjórði sem nýtur þessa heiðurs En hvernig er þetta valið? Páll Eyjólfsson rekur ásamt Pétri Ó. Stephensen Bæjarbíó: „Það álit töluvert margra sem við leitum alltaf til. Við fundum að það var ríkur almennur vilji fyrir þessu. Magnús hefur lagt ótrúlega þung lóð á vogarskálarnar í tónlistarlífi Hafnarfjarðar meðan hann bjó hérna. Var vinnandi uppi í Hljóðrita þar sem hann tók upp nánast allar plötur sem teknar voru upp á síðari hluta síðustu aldar. Sem þýðir að um 90 prósent af allri tónlist á Íslandi var tekin þar í Hafnarfirði,“ segir Páll. Eins og áður sagði er Magnús sá fjórði sem nýtur þess heiðurs að hljóta Hjartasteininn í Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrir eru hjartasteinar til heiðurs Björgvini Halldórssyni, tónlistarmanni og bæjarlistarmanni Hafnarfjarðar 2018, Þórhalli Sigurðssyni, Ladda leikara og tónlistarmanni, og þá er hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar. Þegar Bó var rekinn til baka með „Walk of Fame“ stéttina „Mér finnst mjög vænt um þetta,“ segir heiðurshafinn sjálfur. „En svo má spyrja sig að því hvort það séu allir að sjá á mér einhvern dauðagráma og flýta sér að henda á mig öllu sem þeir eiga til að ná því í tæka tíð. Það er hægt að fá nýrnastein en ég hef aldrei heyrt um hjartastein fyrr en þetta kom upp. Maggi Kjartans heldur tónleika í tilefni af þessum viðburði, með eigin hljómsveit hvar Stefán Hilmarsson verður í broddi fylkingar og svo Vintage Caravan.vísir/hulda margrét Ekki fyrr en Bjöggi fór að baksa við að búa til Walk of Fame í Hafnarfirði en það þurfti að henda þeim steini af því að hann var talinn stæling á stéttinni í Los Angeles. Það þurfti sem sagt að breyta gangstéttarhellunni. En það má segja að það sé unun að því að það sé troðið á manni þegar svona er. Bara að menn stígi ekki of fast til jarðar ef menn eru þarna á ferð.“ Í tilefni þessa heiðurs efnir Magnús Kjartansson ásamt Vintage Caravan, auk sinnar eigin hljómsveitar, til tónleika í Bæjarbíói þann 21. september næstkomandi. Með honum í för verða góðir gestir með Stefán Hilmarsson í fararbroddi. Miðasala er hafin á tix.is. Tónlist Hafnarfjörður Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Magnús segir að sér þyki vænt um þennan heiður en það verður Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem afhjúpar steinninn sérstaklega 20. júlí klukkan 18:30. Löngum hafa Hafnfirðingar bitist á um Magga við Keflvíkinga hvar hann er borðinn og barnfæddur; hvort hann teljist Keflvíkingur eða Hafnfirðingur? En hann bjó í Hafnarfirði í 33 ár áður en hann flutti í Grímsnesið fyrir um tíu árum ásamt konu sinni, en þar hefur hann látið til sín taka við tónlistarkennslu og hestamennsku; þar unnir hann hag sínum vel. Og Keflavík er ekki lengur til. „Pabbi fæddist í Aðalvík og talaði alltaf um sig sem slíkan. En hann bjó í Keflavík alla ævi. Það er algengt að menn kenni sig við staðinn sem þeir fæðast á,“ segir Magnús spurður hvort hann sé Hafnfirðingur eða Keflvíkingur. Hann segir þetta reyndar rannsóknarefni, þetta fyrirbæri með hvaðan menn eru? „Ég er fæddur og uppalinn“ „Sko, þegar ég fór í prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði þá áttu allir áttu að halda ræðu og kynna sig. Og hver einasti nema ég hóf sína tölu á því að segja: … og ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Af því að ég var ekki tekinn upp með rabbabaranum þar gat ég ekki annað sagt en: Ég heiti Magnús Kjartansson og er fæddur og uppalinn. Þetta gerði lukku og ég var kosinn.“ Magnúsi þykir þetta merkileg stúdía og hversu alvarlega því er tekið hvaðan menn eru og hvenær er það sem menn verða eign einhvers staðar eða ekki. „En þarna bjó ég í 33 ár og það telur, sú þolraun. Ég var meira í Hafnarfirði en Jón Rafn. Hann fór oft á Bíldudal að syngja þar með hljómsveitinni Facon.“ Þó blómaskeið tónlistarmannsins Magnúsar sé langt og mikið má segja að hann hafi fyrst sprungið út í Hafnarfirði. Þar kom hann upp börnum sínum og fékkst við upptökur, útsetningar, hljóðfæraleik og upptökur á mörgum af þekktustu lögum 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar. Má þar nefna listamenn á borð við Brimkló, HLH flokkinn, Halla og Ladda, Brunaliðið, Vilhjálm Vilhjálmsson, Geirmund Valtýsson, auk fjölda annarra verkefna sem unnin voru í Hljóðrita í Hafnarfirði að mestu. Einnig samdi hann á þeim tíma sem hann bjó í Firðinum mörg af sínum þekktustu lögum sem enn lifa. Maggi sá fjórði sem nýtur þessa heiðurs En hvernig er þetta valið? Páll Eyjólfsson rekur ásamt Pétri Ó. Stephensen Bæjarbíó: „Það álit töluvert margra sem við leitum alltaf til. Við fundum að það var ríkur almennur vilji fyrir þessu. Magnús hefur lagt ótrúlega þung lóð á vogarskálarnar í tónlistarlífi Hafnarfjarðar meðan hann bjó hérna. Var vinnandi uppi í Hljóðrita þar sem hann tók upp nánast allar plötur sem teknar voru upp á síðari hluta síðustu aldar. Sem þýðir að um 90 prósent af allri tónlist á Íslandi var tekin þar í Hafnarfirði,“ segir Páll. Eins og áður sagði er Magnús sá fjórði sem nýtur þess heiðurs að hljóta Hjartasteininn í Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrir eru hjartasteinar til heiðurs Björgvini Halldórssyni, tónlistarmanni og bæjarlistarmanni Hafnarfjarðar 2018, Þórhalli Sigurðssyni, Ladda leikara og tónlistarmanni, og þá er hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar. Þegar Bó var rekinn til baka með „Walk of Fame“ stéttina „Mér finnst mjög vænt um þetta,“ segir heiðurshafinn sjálfur. „En svo má spyrja sig að því hvort það séu allir að sjá á mér einhvern dauðagráma og flýta sér að henda á mig öllu sem þeir eiga til að ná því í tæka tíð. Það er hægt að fá nýrnastein en ég hef aldrei heyrt um hjartastein fyrr en þetta kom upp. Maggi Kjartans heldur tónleika í tilefni af þessum viðburði, með eigin hljómsveit hvar Stefán Hilmarsson verður í broddi fylkingar og svo Vintage Caravan.vísir/hulda margrét Ekki fyrr en Bjöggi fór að baksa við að búa til Walk of Fame í Hafnarfirði en það þurfti að henda þeim steini af því að hann var talinn stæling á stéttinni í Los Angeles. Það þurfti sem sagt að breyta gangstéttarhellunni. En það má segja að það sé unun að því að það sé troðið á manni þegar svona er. Bara að menn stígi ekki of fast til jarðar ef menn eru þarna á ferð.“ Í tilefni þessa heiðurs efnir Magnús Kjartansson ásamt Vintage Caravan, auk sinnar eigin hljómsveitar, til tónleika í Bæjarbíói þann 21. september næstkomandi. Með honum í för verða góðir gestir með Stefán Hilmarsson í fararbroddi. Miðasala er hafin á tix.is.
Tónlist Hafnarfjörður Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira