Eva lék frábærlega í dag, fékk fjóra fugla á hring dagsins og lauk leik á 69 höggum eða tveimur undir pari.
Hún er þremur höggum á undan næstu kylfingum sem eru Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG. Helga Grímsdóttir úr GKG kemur þar á eftir en hún lék á 73 höggum í dag.
Alls taka 57 konur þátt í Íslandsmótinu að þessu sinni. Alls eru leiknir fjórir hringir, sá síðasti á sunnudaginn kemur.