„Litla stelpan okkar Hugrúnar ákvað að koma aðeins fyrr í heiminn föstudaginn 19.7.24. Ég er hrikalega stoltur af báðum mínum konum sem heilsast vel,“ skrifar Leifur í færslu á Instagram. Þar má sjá mynd af litlu draumadísinni og nýbökuðu foreldrunum á leiðinni heim af fæðingardeildinni.
Parið greindi frá því í janúar að þau ættu von á barni saman í sameiginlegri færslu á Instagram:
„Lítið ljón mætir til leiks í júlí.“
Leifur Andri og Hugrún byrjuðu að stinga saman nefjum á síðasta ári og er óhætt að segja að lífið leiki við þau.