Fínn hvítur salli gerir íbúum Laugarneshverfis lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 16:23 Svavar, þarna reyndar að skoða veiðiflugur sem eru talsvert stærri en sallinn sem nú leggur undir sig hverfi Laugarness eins og sjá má á bílnum sem er við hliðina. Ekki dugir að skola steypurykið af með garðslöngu. Svavar Hávarðsson er íbúi í Laugarneshverfi og hann segir nánast allt hverfið undirlagt af steypuryki sem leggst yfir allt og á alla. „Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“ Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
„Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“
Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51