Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Fullt nafn?
Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir.
Aldur?
Ég er 22 ára.
Starf?
Ég vinn hjá Norðurál í kerskála.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt og fara aðeins út fyrir þægindarammann, og opna á allskonar ný og skemmtileg tækifæri.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Ég myndi segja að sjálfstraustið hafi aukist verulega og á mjög líklega eftir að vaxa enn meira. Ég hef líka lært að þó svo að keppnin sé kölluð „fegurðarsamkeppninni“ að þá er miklu meira á bak þetta sem fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir.
Hvaða tungumál talarðu?
Ég tala íslensku, ensku, og svo lærði maður smá spænsku og þýsku í menntaskóla. Það er þó mis mikið sem ég man.
Hvað hefur mótað þig mest?
Allskonar lífsreynsla, fjölskylda og vinir. Þau skipta mig mjög miklu máli.
Erfiðasta lífsreynslan hingað til?
Myndi segja áhrif skilnaðar foreldra minna seinna í lífinu, ég var svo ung þegar það gerðist, um sex ára, þannig ég vissi ekkert hvað var í gangi.
Hverju ertu stoltust af?
Það er svo erfitt að reyna að nefna bara eitt atvik í gegnum lífið. Ég er meira stolt af litlu hlutunum sem ég næ að afreka degi til dags.
Besta heilræði sem þú hefur fengið?
Mér líður eins og maður sé alltaf að fá einhver ný heilræði en ég myndi segja að: „The only time you should ever look back is to see how far you’ve come“ sé eitt af þeim sem mun alltaf vera ofarlega í huga mér og minna mig á að lifa sem mest í núinu án þess líta til fortíðar. Það er bara áfram gakk með lífið.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Nautafilet mignon með rauðvínssoðsósu, með sellerírótarmauki og rauðrófur í hunangsgljáa eða mjög þunnt skorið kartöflugratín, gulrætur og brokkolí.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Hef alltaf litið mjög mikið upp til elsta bróður míns.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Knattspyrnumennirnir Hannes Halldórsson og Rúrik Gísla.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég datt tvisvar sinnum á leiðinni niður stigann í sólinni í HR þegar allir voru að fara í tíma.
Hver er þinn helsti ótti?
Að allir sem mér þykir vænt um deyi.
Hvar sérðu þig í framtíðinni?
Hef alltaf langað til að ferðast og sjá heiminn og nýja staði og kynnast nýrri menningu.
Það væri því æðislegt að geta unnið sem flugfreyja.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Eitthvað með Abba er alltaf klassískt, eða eitthvað gott íslenskt dægurlag.
Þín mesta gæfa í lífinu?
Að eiga fjölskylduna mína og góða vini að, þau skipta mig mestu máli í lífinu.
Uppskrift að drauma degi?
Vakna í rólegheitum, byrja á því að fá mér kaffibolla, og svo annaðhvort eyða góðum tíma með fjölskyldunni eða vinum, borða góðan kvöldmat, horfa á mynd og svo bara fara að sofa.
Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.