„Þetta er ekki jafn svakalegt og maður ímyndar sér“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. júlí 2024 14:00 Sigurbjörg þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar í ljós kom að hún var í raun eini hentugi gjafinn. Samsett „Þetta var svo fallegt einhvern veginn, að vera í öðru landi og tengjast einhverjum,“segir Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir. Bróðir hennar, Hlynur Halldórsson greindist með bráðahvítblæði árið 2018 og þurfti í kjölfarið að ganga í gegnum stofnfrumuskipti, þar sem blóð er sótt í beinmerg úr heilbrigðum einstaklingi og fært yfir í þann greinda. Það var úr að Sigurbjörg varð stofnfrumugjafi og tók þannig beinan þátt í krabbameinsmeðferð bróður síns. Sigurbjörg er ein af þeim sem segja sögu sína í nýútgefnu blaði Krafts sem gefið er út í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. „Við tölum svolítið um þetta núna sem samvinnuverkefni. Nú er ég hann í dag einhvern veginn og við erum að berjast saman,“ segir Sigurbjörg. Enginn efi kom upp í hugann Í upphafi fékk Hlynur merg úr þýskri stúlku og við tók þriggja mánaða ferli. Hlynur kom heim í september í fyrra en í febrúar eða mars byrjaði hann að hrynja í öllum gildum og þá kom í ljós að hann væri að hafna þessum merg. Sigurbjörg segir mjög óvenjulegt að það gerist svo seint í ferlinu, yfirleitt hafni líkaminn mergnum fljótlega eftir skiptin. Sigurbjörg, bróðir hennar og móðir þeirra höfðu áður farið öll í blóðprufu til að sjá hvort þau myndu passa sem stofnfrumugjafar. Í blóðprufunum kom í ljós að bróðir hennar passar ekki sem stofnfrumugjafi en þær mæðgur passa 50 prósent. En þar sem Sigurbjörg hafði sjálf fengið krabbamein áður og var þar að auki með eins árs gamalt barn hafði á sínum tíma verið ákveðið að nota utanaðkomandi gjafa. En eftir að líkami Hlyns hafnaði merg þýsku stúlkunnar kom í ljós að það var enginn gjafi á skrá sem passaði betur en Sigurbjörg. Hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. „Ég var svo ofsalega fegin að það hafi verið einhver sem gat gefið honum stofnfrumur. Enginn efi kom upp í hugann.“ Líkt og áður segir hefur Sigurbjörg sjálf gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. Hún lýsir því hvernig það er í raun erfiðara að vera aðstandandi heldur en að vera krabbameinssjúklingur sjálf. „Hræðslan við að hlutirnir fari ekki eins og við viljum og samviskubitið við að veraspræk er oft mikið. En á sama tíma er stundum erfitt að réttlæta fyrir sér að maður eigi að hlúa að sér þegar vandamálin mín virðast svo léttvæg miðað við það sem hann er að ganga í gegnum.“ Sigurbjörg hefur bæði gengið í gegnum það að vera aðstandandi og að greinast sjálf með krabbamein.Kraftur Lítil sem engin eftirköst Hlynur er nú útskrifaður af spítalanum en er ennþá í Lundi í Svíþjóð. Þar fer hann vikulega í eftirlit á dagdeild. Fyrir stofnfrumuskiptin fór Sigurbjörg í lungnamyndatöku, hjartalínurit og blóðprufur.Þegar komið var til Svíþjóðar tók við undirbúningur þar sem Sigurbjörg fékk sprautur til örva framleiðslu stofnfrumna í blóðinu. Síðan kom að stóra deginum. „Þá er ég tengd í einhverja vél sem er eins og skilvinda. Nál er sett í sitt hvora höndina. Önnur nálin dælir blóði úr líkamanum og í skilvinduna, þar sem stofnfrumur eru sigtaðar úr. Þaðan fer blóðið svo sem leið liggur í gegnum hina nálina og aftur í líkamann. Það leiðinlegasta er að maður þarf að vera kjurr í 5-6 tíma, fer eftir því hvað þú ert lengi að skila af þér,“ segir Sigurbjörg. Það var þó hugsað vel um hana á meðan. Hún fékk teppi og hitapoka og mátti hafa símann í höndinni. Þá segir hún Hjalta bróðir sinn hafa stytt henni stundir á meðan með bröndurum. Sigurbjörg segir lítil sem engin eftirköst eftir þetta. Helst hafi hún fundið fyrir höfuðverk og einhverjum beinverkjum eftir að hafa tekið örvunarsprauturnar, á meðan stofnfrumurnar væru að springa út. „Þetta er ekki jafn svakalegt og maður ímyndar sér.“ Þau Sigurbjörg og Hlynur tóku yfir Instagramreikning Krafts á meðan þau voru stofnfrumuskiptunum í Svíþjóð og í kjölfarið fengu þau mikið af skilaboðum um að fólk væri farið að skrá sig sem stofnfrumugjafar í Blóðbankanum. „Það var það sem við vonuðumst til að myndi gerast með þessu. Af því að það virðast ekki margir vita af því að þú getir skráð þig hjá Blóðbankanum.“ Hér má lesa viðtalið við Sigurbjörgu í heild sinni. Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Sigurbjörg er ein af þeim sem segja sögu sína í nýútgefnu blaði Krafts sem gefið er út í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. „Við tölum svolítið um þetta núna sem samvinnuverkefni. Nú er ég hann í dag einhvern veginn og við erum að berjast saman,“ segir Sigurbjörg. Enginn efi kom upp í hugann Í upphafi fékk Hlynur merg úr þýskri stúlku og við tók þriggja mánaða ferli. Hlynur kom heim í september í fyrra en í febrúar eða mars byrjaði hann að hrynja í öllum gildum og þá kom í ljós að hann væri að hafna þessum merg. Sigurbjörg segir mjög óvenjulegt að það gerist svo seint í ferlinu, yfirleitt hafni líkaminn mergnum fljótlega eftir skiptin. Sigurbjörg, bróðir hennar og móðir þeirra höfðu áður farið öll í blóðprufu til að sjá hvort þau myndu passa sem stofnfrumugjafar. Í blóðprufunum kom í ljós að bróðir hennar passar ekki sem stofnfrumugjafi en þær mæðgur passa 50 prósent. En þar sem Sigurbjörg hafði sjálf fengið krabbamein áður og var þar að auki með eins árs gamalt barn hafði á sínum tíma verið ákveðið að nota utanaðkomandi gjafa. En eftir að líkami Hlyns hafnaði merg þýsku stúlkunnar kom í ljós að það var enginn gjafi á skrá sem passaði betur en Sigurbjörg. Hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. „Ég var svo ofsalega fegin að það hafi verið einhver sem gat gefið honum stofnfrumur. Enginn efi kom upp í hugann.“ Líkt og áður segir hefur Sigurbjörg sjálf gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. Hún lýsir því hvernig það er í raun erfiðara að vera aðstandandi heldur en að vera krabbameinssjúklingur sjálf. „Hræðslan við að hlutirnir fari ekki eins og við viljum og samviskubitið við að veraspræk er oft mikið. En á sama tíma er stundum erfitt að réttlæta fyrir sér að maður eigi að hlúa að sér þegar vandamálin mín virðast svo léttvæg miðað við það sem hann er að ganga í gegnum.“ Sigurbjörg hefur bæði gengið í gegnum það að vera aðstandandi og að greinast sjálf með krabbamein.Kraftur Lítil sem engin eftirköst Hlynur er nú útskrifaður af spítalanum en er ennþá í Lundi í Svíþjóð. Þar fer hann vikulega í eftirlit á dagdeild. Fyrir stofnfrumuskiptin fór Sigurbjörg í lungnamyndatöku, hjartalínurit og blóðprufur.Þegar komið var til Svíþjóðar tók við undirbúningur þar sem Sigurbjörg fékk sprautur til örva framleiðslu stofnfrumna í blóðinu. Síðan kom að stóra deginum. „Þá er ég tengd í einhverja vél sem er eins og skilvinda. Nál er sett í sitt hvora höndina. Önnur nálin dælir blóði úr líkamanum og í skilvinduna, þar sem stofnfrumur eru sigtaðar úr. Þaðan fer blóðið svo sem leið liggur í gegnum hina nálina og aftur í líkamann. Það leiðinlegasta er að maður þarf að vera kjurr í 5-6 tíma, fer eftir því hvað þú ert lengi að skila af þér,“ segir Sigurbjörg. Það var þó hugsað vel um hana á meðan. Hún fékk teppi og hitapoka og mátti hafa símann í höndinni. Þá segir hún Hjalta bróðir sinn hafa stytt henni stundir á meðan með bröndurum. Sigurbjörg segir lítil sem engin eftirköst eftir þetta. Helst hafi hún fundið fyrir höfuðverk og einhverjum beinverkjum eftir að hafa tekið örvunarsprauturnar, á meðan stofnfrumurnar væru að springa út. „Þetta er ekki jafn svakalegt og maður ímyndar sér.“ Þau Sigurbjörg og Hlynur tóku yfir Instagramreikning Krafts á meðan þau voru stofnfrumuskiptunum í Svíþjóð og í kjölfarið fengu þau mikið af skilaboðum um að fólk væri farið að skrá sig sem stofnfrumugjafar í Blóðbankanum. „Það var það sem við vonuðumst til að myndi gerast með þessu. Af því að það virðast ekki margir vita af því að þú getir skráð þig hjá Blóðbankanum.“ Hér má lesa viðtalið við Sigurbjörgu í heild sinni.
Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira