Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 28. júlí 2024 13:01 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Hlaupið er stærra en hlaupið árið 2011 sem taldist þá óvenjustórt. Sveinbjörn Darri Matthíasson Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09
„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33
Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57