Það kom fram í minnisblaði sem ráðherrann sendi Susan Escallier sem hefur yfirumsjón með málinu gegn Mohammed en samkomulagið hafði verið gagnrýnt af aðstandendum fórnarlamba árásarinnar sem og háttsettum embættismönnum.
Ráðherrann segist hafa nýtt sér rétt sinn til að hnekkja samkomulaginu vegna þess hve mikið er í húfi. Hann segir að það sé réttast að meðferð málsins sé í höndum hans en Mohammed og tveir aðrir hafa sætt fangelsisvist í Guantanamo-flóa í nær tvo áratugi.
J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gagnrýndi samkomulagið harðlega ásamt Mitch McConnell þingflokksforseta Repúblikanaflokksins.
Alls létust 2.996 þegar farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, auk þess sem farþegaþota brotlenti á akri í Pennsylvaníu eftir mótspyrnu farþega.